Merkilegt! Hvað segir nýr formaður Framsóknarflokksins nú? Samrýmist þetta bættri ímynd Íslands í alþjóðasamfélaginu?

 

Mikill hefur misskilningur fólks verið varðandi hvalveiðar Íslendinga nú á síðustu 20 árum.

Við notum þetta mál í einhvers konar sjálfstæðisbaráttu - og er jú gott að finna að þjóðin getur að meirihluta einhvers staðar staðið saman ...... en

þetta snýst ekki endilega um hvort komi fleiri eða færri ferðamenn til landsins vegna hvalveiðanna?

Þetta snýst ekki endilega um hvort fleiri eða færri ferðamenn fari í hvalaskoðunarferðir!

Þetta snýst um öll viðskipti okkar í alþjóðasamfélaginu.  Þótt við teljum að þessar langreyðar séu í okkar eign og okkur því leyfilegt að veiða þessi dýr - þá er það ekki svo.  Langreyðar eru flökkudýr og eru í sjávarútvegslögsögu annarra þjóða líka en þau veiða þær ekki.

Alþjóðasamfélagið reisir sína skoðun á úttekt vísindamanna og einnig þeirra íslensku.

Málið er bara að langreyðin er sameiginleg eign allra þjóða þar sem hún er flökkudýr og því höfum við ekki skilyrðislausan rétt til þeirra veiða.

Þessi ákvörðun er sérstaklega viðkvæm nú og hefði ég viljað að sjávarútvegsráðherra fyrrverandi hefði velt betur fyrir sér afleiðingum þessara veiða á traust alþjóðasamfélagsins í okkar garð.

Þetta á eftir að koma niður á allri þjóðinni en ekki einungis ferðaþjónustunni.

Þar er ímynd okkar í veði - svo ég held að þessi sjálfstæðisbarátta okkar eigi eftir að verða okkur dýrkeypt?


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Þetta á eftir að koma niður á allri þjóðinni " SO BE IT!

Vilborg Eggertsdóttir, 11.2.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband