Tryggvi Þór var þá í algerlega marklausu viðtali við Kastljós á dögunum!

 

Hefur fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs Hilmars Haarde tekið það að sér að hjálpa þjóðinni til að loka augunum fyrir því ástandi sem búið er að koma þjóðinni í?

Sama kvöld og Tryggvi Þór var með sínar upplýsingar um skuldir þjóðarbúsins, svaraði núverandi viðskiptaráðherra því til á Borgarafundi það sama kvöld - að tölur Tryggva Þórs Herbertssonar um skuldastöðu þjóðarinnar væru ,,of lágar"

Því ætti ópólitískur ráðherra sóttur úr fræðamannasamfélaginu að villa um fyrir almenningi í þeim efnum?

Gylfi Magnússon hefur ekki setið í Viðskiptaráði eins og Tryggvi Þór hefur gert um árabil.

Það var jú Viðskiptaráð sem lagði til það hömluleysi sem við gengum í gegnum og vildu opinber afskipti eins og eftirlit með fjármálastarfseminni út á hafsaua.

Þar situr síðan Halla Tómasdóttir sem á annan veginn styður eins og Viðskiptaráð að náttúruauðlindir skuli einkavæddar til þess að ,,koma af stað fjárhagsstreymi" - en situr síðan hinum megin borðs sem framkvæmdastjóri Auðar Capital og ræðst í nýja atvinnusköpun með fjármunum frá Björk Guðmundsdóttur, sem alla jafna hefur barist fyrir því að náttúruauðlindir skulu í eigu þjóðarinnar.

Áður en Tryggvi Þór Herbertsson býðir sig fram til alþingis hefði hann átt að fara í augnaðgerð - til að laga blindu sína.  

Held að siðferði sé svo forstokkað að ekki þýddi að senda hann í meðferð við siðblindu.


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Úff já, er búinn að pæla í þessu og blogga lítillega um það, og ég verð að segja að ég er frekar svartsýnn á þennan gaur. Eins og hann gæti, ef hann opnar augun og fer í smá hugleiðslu, verið akkúrat maðurinn sem við þurfum inn á hægri línuna.

Hægri línan þarf alltaf eitthvað fólk, og það eru jú til vitlausari gaurar en þessi hér.

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.2.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Skaz

ég er mest hræddur um að þessi maður eigi ekki eftir að hafa almenning efst í huga. Enda frekar mikið tengdur inn í bankamálin og viðskipti þar sem hlutirnir eru sjaldnast fríir og menn hugsa um sig og sína fyrst og fremst...

Skaz, 19.2.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Alls ekki, það var rétt eins langt og það náði, alveg eins og hjá Geir.

Hann á eftir að smellpassa í helvítis fokking flokkinn...

Sigurður Ingi Jónsson, 19.2.2009 kl. 16:26

4 identicon

Sæl Alma.

Finnst þér það nægjanleg ástæða fyrir þínum fullyrðingum að maðurinn skuli vera á leið í prófkjör Sjálfstæðisflokksins? Telur þú þig hafa forsendur til að meta það hver þeirra sem áætlað hefur skuldir þjóðarinnar hafi rétt fyrir sér? Gylfi Magnússon er mætur maður, en er hans mat endilega réttara?  Ég segi þetta því allt frá hruninu hefur hagfræðingum borið mjög illa saman er kemur að mati á heildarskuldum þjóðarbúsins, hvað þá er lýtur að ráðgjöf um hvað gera skuli til að komast fyrir vandann. Þó ég ætli ekki að verja Sjálfstæðisflokkinn á nokkurn hátt, þá finnst mér þessi fullyrðing þín vægast sagt hæpin.

Árni Kristmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sæll Árni!

Ekki einasta set ég blinda útreikninga Tryggva Þórs Herbertssonar fram sem röksemdarfærslu - heldur og hitt að hann var sérlegur ráðgjafi fyrrverandi forsætisráðherra sem kannski stóð sína vakt svo  vel að til undrunar hlýtur.

Nei - hann átti einnig sæti í Viðskiptaráði og það fólk hefur ekkert og akkúrat ekkert inn á löggjafarþing Íslendinga að gera.

Það eru mínar röksemdarfærslur.

Og.... Tryggvi Þór er einn af stjórnendum Askar Capital og á þar góðan hlut svo mér sýnist að hann muni hafa nóg að gera þar og eigi ekki að blanda þeim hagsmunum saman við löggjafarvald þjóðarinnar.

Svo mörg eru þau orð

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:57

6 identicon

Sæl Alma

Fyrst þér finnst greinilega líklegra að Gylfi Magnússon hafi rétt fyrir sér frekar en Tryggvi Þór, af hverju er Gylfi þá ekki búinn að setja skuldastöðu þjóðarinnar svona skýrt og greinilega niður eins og Tryggvi er búinn að gera. Eftir að ég sá Kastljósþáttinn með Tryggva þá fyrst skildi ég allar þessar upphæðir. Það er ekki nóg fyrir Gylfa að segja að tölur Tryggva séu of lágar, það er frekar léleg rökræða, hann verður að setja þetta skýrt fram og segja þá hvað það var sem Tryggvi fór svona á mis við, ef eitthvað.

Andri Björn Róbertsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:58

7 identicon

 Sæl aftur Alma og takk fyrir svarið

Blindir útreikningar - kann að vera. Raunhæfir - mögulega. Jákvæðir - tvímælalaust. Rétt er það að hann var sérlegur efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, en hann hætti jú vegna þess að honum hugnuðust ekki þær leiðir sem farnar voru. Trúr sínum skoðunum og lætur ekki stjórnast af öðrum - eitt prik fyrir það- sammála? Hvað varðar fyrri störf og tengsl við fjármálageirann - kann að vera mínus. En hve margir þingmenn og frambjóðendur yrðu skilgreindi vanhæfir ef farið væri grannt ofan í fortíð þeirra, fyrri störf og núverandi tengsl. Er hræddur um að þeir yrðu ansi margir.  Eitt dæmi: Telur þú að til sé sá maður á Íslandi sem myndaðist full sátt um sem seðlabankastjóra? Ég held ekki. Fljótlega myndu menn finna einhver tengsl sem þættu óæskileg.Svona eru hlutirnir í litlu landi sem Íslandi, það er staðreynd.

Árni Kristmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:22

8 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það þarf ekki að fara grannt ofan í saumana varðandi frambjóðendur almennt - til þess að finna út hvort þeir voru beinir eða óbeinir þátttakendur í því hruni sem orðið hefur.

Það var Tryggvi.

Hins vegar er ég sammála þér að Tryggvi stóð sjálfsagt með sannfæringu sinni þegar hann stóð upp úr stóli sínum sem sérlegur ráðgjafi Geirs H. Haarde.  Hann hefði hugsanlega orðið trúverðugur þingmannskandidat - ef hann sem þessi ráðgjafi ráðherra, hefði sagt þjóðinnium leið og hann sagði af sér, hver raunveruleg staða væri, eins ogþáverandi ríkisstjórn var fullkunnugt um.

Ég tel að fortíð Gylfa Magnússonar og hins vegar Tryggva Þórs Herbertssonar sé ansi ólík.

Þetta eru mín svör við þessum skrifum.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 19:37

9 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það virðist vera lenska hjá samfylkingarfólki, það eru persónulegar árásir enda flokkur sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að koma okkur í ESB,sem betur fer hafa Sjálfstæðisflokkur, VG og jafnvel framsókn ,mikið af frambærilegu fólki,en það virðist alveg skorta hjá Samfylkingunni. Meir að segja treysta þeir ekki varaformanninum til eins eða neins.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.2.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband