Hvernig sem hlutirnir eru - þá verðum við að hugsa hvert um annað !

 

Rétt eins og allt var orðið óeðlilega dýrt - en nóg til af seðlum - þá er staða okkar - djúp kreppa -  orðin staðreynd.

Það er heimskreppa - það er satt - en engin þjóð í hinum vestræna heimi hefur staðið frammi fyrir jafn mikilli sjóðþurrð og við um áratugi !  Þjóðin var rænd - hún var rænd af mönnum sem voru í leik - leikurinn gekk út á - í hvaða sæti ert þú yfir ríkustu menn á Íslandi ?  Hversu hátt ert þú metinn?  Þetta átti að sjálfsögðu einnig við konur.

Hlutur stjórnmálamanna- embættismanna og blaða- og fréttamanna á eftir að koma upp á yfirborðið.

Það er mjög erfið staða - en halló - þegar ég var að kaupa mína fyrstu íbúð fór vísitala upp í 130%.  Það var skelfilegt ástand - og þá var ég rétt rúmlega 20 ára, búsett hér í Reykjavík með mitt barn.

Foreldrar úti á landi - og.s.frv.

En - fólk stóð saman - það hittist - það ákvað að fara í gegnum hlutina saman.  Þar erum við stödd í dag - við verðum að passa vel upp á börnin okkar og við þurfum að passa vel upp á gamla fólkið og við þurfum að halda utan um hvert annað?

Hver og einn þarf að fara í einhverjar leiðréttingar á kjörum sínum (lánum), framleiða meira úr hrávöru heima, leggja áherslu á önnur gildi - svo sem eins og sameignlegar gönguferðir, hjólaferðir, veiðiferðir, spilakvöld  o.s.frv.

En öll þjóðin krefst þess að við fáum að vita hvað gerðist, hverjir bera ábyrgð og hvernig við komum sem sanngjarnast út úr þessu fyrir alla.

Umfram allt - höldum utan um hvert annað - tölum um það opinskátt þegar við verðum kvíðin og hrædd - afkomukvíði !  Ef við ekki finnum fyrir honum þá eigum við yfrið nóg af peningum eða eitthvað er að varðandi ábyrgð okkar á börnum okkar.

Afkomukvíðinn - má ekki lama okkur !

Förum saman í gegnum þetta - núna næstu mánuði - því hvernig sem hlutirnir verða þá vitum við þegar búið er að hreinsa fjármagn frá þjóðinni - að það eru erfiðir tímar framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég vildi að það væri komið árið 2013.....

TARA, 8.5.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Tara mín - það kemur að því en við verðum að komast af þangað til.  Efnahagsstaða þjóðarinnar er staðreynd - hvernig sem við komum okkur upp úr því - að mínu mati á sem réttlátastan hátt - verðum við að fara að horfa til þess sem við getum gert en kostar lítið sem ekkert.  Þess vegna fara út í leiki með krökkunum á kvöldin - vera með börnunum, reyna að framleiða sem mest heima o.s.frv.  Flest ef ekki öll eigum við nóg af fötum - nema börnin sem vaxa hvað hraðast en sem sagt skera all-verulega niður í neyslu - en reynum að gera samfélag okkar betra að búa í með því að huga betur hvort að öðru.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: TARA

Það væri betur að allir hugsuðu svona Alma mín....mikið væri heimurinn betri.

Þetta minnir á gömlu góðu dagana í litla æskuþorpinu mínu...mig langar til að verða aftur barn...

TARA, 8.5.2009 kl. 03:29

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Akkúrat Tara mín - þetta minnir mig líka á gömlu góðu dagana.  Ég er farin að baka í gríð og erg og hafa kvöldkaffi fyrir mig og sextán ára son minn.  Þá á ég þrítugan son og tengdadóttur og þau koma í kvöldkaffi ásamt vinum.  Pæli í alls kyns ódýrum lausnum í matargerð.  Hef svo fundið út að mér líður miklu betur í blankheitunum ef ég passa upp á að hafa snyrtilegt í kringum mig hér heima.

Fjölskylduferðin okkar í ár - verður 3ja daga gönguferð um hvítar sandfjörur Snæfellsness.  Löngufjörur.  Þr ætlum við að ganga í 3 daga - sólríka daga með tjald á bakinu og þegar nóg komið hvern dag fyrir sig - þá tjalda þar og grilla.

Er að reyna að virkja vinkonur í þetta dæmi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: TARA

Líst æðislega vel á þetta.  Make Someone Smile Today 





TARA, 8.5.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband