Sigmundur Ernir Rúnarsson sauðdrukkinn á INN ?

 Eða gerir hann það kannski bara á Alþingi ?

 

Þegar maður hefur verið kosinn til starfa á Alþingi Íslendinga ,,má maður allt"

 

Maður ræður því hvenær maður mætir í vinnuna.

Maður ræður því hvort maður mætir fullur eða edrú í vinnuna.

Maður ræður því að hvort maður ræður sig einnig til annarra starfa.

Illuga Gunnarssyni finnst það algerlega nauðsynlegt að alþingismenn sitji í stjórnum fyrirtækja, til þess að vera í nánum tengslum við atvinnulífið !

Hversu nánum?

Hvers konar fyrirtækjum?

Myndi Illugi Gunnarsson vera tilbúinn til að sleppa stjórnarsetu hjá fjármálafyrirtæki, þar sem hann vinnur þjóðinni bara skaða og setjast þess í stað í stjórn leikskóla ?

Hefur Sigmundur Ernir Rúnarsson tíma til að sinna starfi dagskrárgerðarmanns á INN eins og hann gerir, ásamt fullu starfi sem alþingismaður?  En hvað hvort mætir hann þá fullur í vinnuna á Alþingi eða INN?

Að lokum - ætti starf alþingismanns á Íslandi nú um stundir ekki að vera fullt starf?

Eiga alþingismenn að vera í öðrum störfum með - lögmannsstörfum ?  Dagskrárgerðarstörfum ? o.s.frv.

Hvað segir forseti Alþingis um þessi mál ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð færsla hjá þér - algerlega sammála !!!

Sigurður Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það kostaði ríkissjóð 9 milljarða, sem voru settir í Sjóð 9 hjá Glitnir vegna þess að Illugi Gunnarsson var þar í stjórn og ekki mátti falla blettur á Sjálfstæðisflokkinn.  Hvað varðar störf Sigmundar Ernis fyrir ÍNN, þá geri ég ráð fyrir að hann noti sinn frítíma til þess.  Það má heldur elli gleyma að nú er Björn Bjarnason að fara af stað með þátt á ÍNN, auk þess sem hann ætlar að fylgjast með forseta Íslands hvert sem forsetinn fer.

Þannig að ég sé nú ekki muninn á kúk og skít hvað varðar ÍNN.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Smá leirétting það á að standa ekki í stin fyrir elli.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi hluta þess sem ég ætlaði að skrifa en það er eftirfarandi;

Það- er ekkert nýtt að þingmenn komi fullir í vinnu á Alþingi, það var mjög algengt hér áður fyrr.  Munurinn þá og nú er hinsvegar sá að nú er sjónvarpað beint frá Alþingi, sem ekki var áður.

Ég man t.d. eftir að þegar ríkistjórn Þorsteins Pálssonar var að setja lög á verkfall sjómanna og Þorsteinn var staddur erlendis en hafði gefið sitt samþykki í gegnum síma.  Hann mætti síðan dauðadrukkinn beint úr flugvélinni og á Alþingi og lýsti því Þar yfir að þetta frumvarp væri rugl og Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki styðja það.

Það sem Sigmundur Ernir sagði á Alþingi undir áhrifum víns var sárasaklaust miðað við gjörðir Þorsteins Pálssonar.  Sigmundur Ernir bað síðar Alþingi afsökunar en Þorsteinn ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband