þarf ekki að skera niður krónu i heilbrigðiskerfi ef við tökum aftur upp tilvísanakerfi á sérfræðilækna !

Íslendingar - jafnt læknar, stjórnsýslan og ekki síst neytendur heilbrigðisþjónustu hér á landi bruðla alveg stórkostlega með núverandi kerfi varðandi sérfræðilækna.

Almenningur fór að nota þá eins og hverja aðra heilsugæslulækna - og allt stórkostlega niðurgreitt af ríki - að sjálfsögðu aðgengi fólks að sérfræðilæknum !

En það gefur fólki líka færi á að ákveða sjálft án nokkurrar fagþekkingar á að sækja strax til sérfræðings - jafnvel og oft erindi sem heilsugæslulæknir hefði leyst úr.  Ef hann gæti það ekki að þá lægi fyrir tilvísun hans á sérfræðing.

Þar með færi heilmikill óþarfa kostnaður.

 

Fyrir u.þ.b. 3 árum kom fram í fréttamiðlum landsins að þess væru dæmi að sérfræðingar á stofum úti í bæ, eins og við kjósum að kalla þá gjarnan, sinntu allt að 58 sjúklingum á dag.  Já, 58 sjúklingum á dag.  Læknirinn var nafngreindur, þar sem hann hafði sætt athugun TR vegna fjölda sjúklinga á dag.

Sjúklingur greiðir sinn hlut í kostnaði - en ríkið greiðir lang-lang stærstan hlutann.

Getum við vænst þess - hver einasti sjúklingur - að við séum að fá þá 100% þjónustu sem við höfum svo sannarlega greitt þessum lækni fyrir þjónustustörf sín ?

Er ,,frelsi" okkar neytendanna til þess að ,,velja" okkur lækni sjálf - sem við getum reyndar fullkomnlega með tilvísunarkerfinu -  virkilega svo mikilvægt að það sé alls þessa kostnaðar virði?

Frelsið er væntanlega það að láta ekki einhvern heilsugæslulækni leggja mat á það hvort viðfangsefnið þurfi sérfræðikunnáttu til til þess að lækna það.

Og er það ekki akkúrat þetta viðhorf sem er að ganga býsna nærri okkur sem þjóð og hefur verið að gera - ,,ég læt ekkert aðra segja mér fyrir verkum".  Dæmi:  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um virkilega alvarlegar athugasemdir erlendra hagfræðinga um stöðu íslensks efnahagslífs  ,,Það er ekkert sem gefur slíka stöðu til kynna og ég held að þessi hagfræðingur ætti að leita sér endurmenntunar".

Icesave málið lyktar einnig af þessari afstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við þurfum að berjast gegn þessari sjúkdómavæðingu. Og setja upp miklu strangara eftirlit með lyfjaávísunum lækna almennt. Einnig þarf að skilgreina almennaþjónustu og rukka svo fullt fyrir allt sem útaf stendur. Til hvers erum við að halda útí slysamóttöku fyrir ofbeldismenn sem berja mann og annan? Heilbrigðiskerfið er í dag rekið sem uppbótarkerfi fyrir Félagsmálabatteríið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2009 kl. 15:00

2 identicon

Sæl Alma Jenný.

Ég er alveg sammála.

ómar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband