Útrýmum ,,þeim sem minna mega sín"

Útrýmum þessu niðurlægjandi viðhorfi og orðalagi. 

Gjarnan er talað um þá sem minna mega sín, þegar rætt er um t.d. aldraða, öryrkja, sem eru það vegna meðfæddrar fötlunar eða sjúkdóma, einstæða foreldra,  barnmargar fjölskyldur - þ.e.  á mannamáli, fólk sem samfélagið hefur ákveðið að ekki skuli launa því (ofangreindu fólki) störf eða framfærslu nema að algjöru lágmarki og þar undir.

Hvers vegna verðskuldar þetta fólk ekki lágmarksvirðingu. 

Hvers vegna verðskuldar ellilífeyrisþegi ekki þá lágmarksvirðingu að um kaup hans og kjör sé fjallað eins og alls annars fólks  -  en ekki ,,þess sem minna má sín". 

Ellilífeyrisþegar er eins og flest annað fólk - sómakært fólk, hefur unnið fullt starf og meira til oft á tíðum, allt sitt líf, alið upp sín börn og komið til manns, byggt upp það t.d. skólakerfi sem við búum að í dag, byggt upp mörg fyrirtækin sem t.d. hafa verið seld til einkaaðila nú á síðustu árum, nefnum þar Landssímann, bankana, sjónvarp, útvarp, heilbrigðiskerfi, almannatryggingakerfi, lífeyrissjóði og svo mætti áfram telja. 

Allt það fólk sem tilheyrir ofangreindum hópum geldur að fullu það sem keisarans er - þ.e. greiðir hæstu skattprósentu að fullu, sem og alla opinbera álagningu alls staðar í þjóðfélaginu, virðisaukaskatt af allri vöru og þjónustu - öll opinber gjöld eins og vera ber.

Mér er til efs að það séu margir í þessum hópum sem opinberlega eru hættir að vera einstaklingar, heldur reka sig og fjölskyldu sína sem fyrirtæki.  Allur kostnaður verður frádrættarbær til skatts, þar með talinn allur orkunotkunarkostnaður, svo sem bensín/dísel á bíla, rafmagn og hiti til notkunar í heimahúsi - bifreiðakostnaður, ferðakostnaður og svo mætti áfram telja.  Þegar uppi er staðið greiða þessir fyrirtækja-einstaklingar skatta af algjörum lágmarkstekjum.

 

Þá skal það fullyrt að þeir hópar sem ávalt er fjallað um sem minni máttar - eru þeir hópar sem greiða hæstu jaðarskatta.  Einstætt foreldri sem greiðir af húsnæði, orkukostnað, bifreiðakostnað, ferðakostnað og allt sem að ofan greinir, gerir það í fæstum tilfellum fyrir andvirði 100% launavinnu, það sem hjón gera fyrir 100% x 2 fyrir jafnvel sömu fjölskyldustærð. 

Nefndi hér einstæða foreldra - en að sjálfsögðu á athugasemd um jaðarskatta að fullu við þá sem inna af hendi störf þar sem við sem  ,,meira megum okkar" höfum ákveðið að skammta eins og skít úr hnefa, og jafnvel þau okkar sem eru hætt að vera persónur, heldur fyrirtæki.

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð færsla og það var sú síðasta líka.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 02:27

2 identicon

Því miður er t þú að segja allt SATT,EN ÞAÐ GETA STJÓRBVÖLD EKKI FALLIST Á.

þEIR hunsa þessar staðreyndir þínar og mínar sem hef annað slagið verið að Blogga "um þá sem minna mega sín".Ég er öryrki fyrir sjö árum. Og veit hvað ég hef oag líka hvað ég borga í skatt.Hlutfallslega er það meira en ráðherrans!.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband