Hvað þreytir Björn Inga svo mjög?

Málefnaleg umræða eða ómálefnaleg?

Skiptir ekki öllu máli hvort það er málefnaleg gagnrýni eða ómálefnaleg sem þreytir mann.  Ein stærstu mistök sem stjórnmálamenn hafa gert eru málefni REI.  Þótt búið sé að draga Reykjavíkurborg út úr því dæmi, sitjum við samt sem áður uppi með þá staðreynd að ráða ekki yfir náttúruauðlindum okkar á Hengilssvæði - Reykjanesi.  Ef umræða um þá ákvörðun og þau stjórnsýsluglöp þreyta Björn Inga þá á hann ekkert erindi í stjórnmál.

Varðandi fréttatilkynningu Guðjóns Ólafssonar, um meinta fatastyrki til Björns Inga þá ætti hann undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hrista þann orðróm af sér án þess að vera að ,,kikna" undan því.  Er smámál miðað við REI-málið.

Gæti hugsast að Björn Ingi sé svo þreyttur vegna þess að hann stóð einn í REI-málinu, ekki var að sjá að forystumenn Framsóknarflokksins né þingmenn stæðu á bak við hann í þeirri stóru ákvarðanatöku.

Afleiðing þess máls er sú að náttúruauðlindir okkar - jarðvarminn á svæði HS er nú framseljanlegur til hverra sem er, án þess að við sem eigum þær, fáum rönd við reist. 

Ekki er ég Framsóknarmanneskja eða bundin við einhvern stjórnmálaflokk - en fylgist nokkuð vel með stjórnmálum og finnst mér bera skylda til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir orðrétt: "en fylgist nokkuð vel með stjórnmálum og finnst mér bera skylda til." Það er nú ekki að sjá að þú fylgist vel með. Í stuttri bloggfærslu þinni eru nokkrar rangfærslur sem eiga sé ekki stoð í raunveruleikanum.  Í fyrsta lagi þá er ekkert sem bendir til þess að markmið og tilgangur með stofnun Reykjavík Energy Invest geti talist til stærstu mistaka sem stjórnmálamenn hafa gert, þvert á móti þá bendir allt til þess að þetta fyrirtæki eigi sér bjarta framtíð og verði landi og þjóð til sóma við útbreiðslu jarðvarma-fagnaðarerindisins.   Ef þú telur stofnun REI vera mistök, þá ættir þú að færa einhver rök fyrir þessari tilhæfulausu fullyrðingu þinni.  Í öðru lagi þá hefur Reykjavíkurborg ekki dregið sig út úr REI, þvert á móti þá á Orkuveita Reykjavíkur allt hlutafé í REI og hefur nú þegar lagt milljarða inn í félagið til að styrkja það til útrásar, von er á nokkrir milljarðar í viðbót af fjármunum Reykjavíkurborgar renni inn í REI á næstu misserum . Þetta hefur allt komið fram í fjölmiðlum.  

Í þriðja lagi þá segir þú að það sé staðreynd að við ráðum ekki yfir auðlindum okkar  á Hengilssvæði - Reykjanesi.  OR og reykvíkingar hafa full yfirráð yfir auðlindum á Hengilssvæðinu og ekki neitt sem bendir til þess að breyting verði á því.

Auðlindir á Reykjanesi sem eru í eigu HS eru undir fullum yfirráðum opinberra aðila þar sem Reykjanesbær og OR ráða yfir u.þ.b. 70% hlutafjár í HS, ekkert sem bendir til þess að það breytist.  

Spurning um að fylgjast aðeins betur með, er það ekki?

hrifla (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 02:25

2 identicon

Ágæti/ágæta Hrifla

Sameining Reykjavík Energy Invest við Geysi Green Energi verður ávalt talið með mestu mistökum stjórnmálasögunnar hingað til. Hvernig ákveðnir stjórnmálamenn þar á meðal Björn Ingi Hrafnsson, brutu allar lýðræðislegar reglur. Þar sem þú virðist öllum hnútum svo kunnugur þá veistu mæta vel að ég var og er að tala um sameiningu fyrirtækjanna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy eða REI eins og ákveðið var að sameinað fyrirtæki héti. Veit ekki til þess að Björn Ingi öðrum fremur hafi eitthvað komið að stofnun Reykjavík Energy Invest á sínum tíma. Það fyrirtæki stendur algerlega fyrir sínu.

Það er rétt að Reykjavíkurborg á Reykjavík Energy Invest og er hið besta mál- en hvað með samninga við GGE og forkaupsréttarsamninga sem Björn Ingi og aðrir stjórnmálamenn sem komu að og ekki voru læsir á ensku gerðu?

Í þriðja lagi: Hvernig getur þú þú sagt HS undir fullum yfirráðum opinberra aðila þar sem Reykjanesbær og OR ráða yfir u.þ.b. 70% hlut í HS. Hvað með hlut GGE í HS?

Það voru örugglega fæstir borgarbúar sem sáu það fyrir, eða einhver þau teikn á lofti sem bentu til þess að dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest yrði sameinað öðru fyrirtæki með þeim ákvæðum sem þar áttu að fylgja.

Spurning hvort við fylgjust eins með, ágæta Hrifla? Eða hvort við lítum hlutina frá sinu hvoru sjónarhorninu.

Sjálf get ég mér þess til að þreyta Björns Inga, gæti stafað af því að hann rói með fámennt lið ræðara á móti stefnu flokks síns.

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 03:47

3 identicon

Sjálfri er mér nokk sama um hvert Björn Ingi þreytu hans og hvert hann stefnir í sínu lífi. Ég hef ekki og mun aldei styðja þann mann né framsóknarflokkinn. Vildi aðeins koma að leiðréttingu á þeim staðreyndarvillum sem komu fram í pistli þínum.  

Þú segir t.d: "Sameining Reykjavík Energy Invest við Geysi Green Energi verður ávalt talið með mestu mistökum stjórnmálasögunnar hingað til."  Það vill til að ekkert varð að sameiningu REI og GGE og ekkert sem bendir til þess að af henni verði. Þessvegna getur þú ekki haldið því fram að sameiningin hafi verið mistök því þau áttu sér aldrei stað. Fullyrðing þín um að allrar lýðræðisreglur hafi verið brotnar eru líka furðulegar og þarfnast rökstuðnings.  

Svo kemur frá þér eftirfarandi: "en hvað með samninga við GGE og forkaupsréttarsamninga sem Björn Ingi og aðrir stjórnmálamenn sem komu að og ekki voru læsir á ensku gerðu?"  Veit ekki til þess að þessir samningar sem þú nefnir séu í gildi og hafi raunar aldrei tekið gildi - og hvað með þá? 

Þú segir einnig: "Hvernig getur þú þú sagt HS undir fullum yfirráðum opinberra aðila þar sem Reykjanesbær og OR ráða yfir u.þ.b. 70% hlut í HS. Hvað með hlut GGE í HS?"  Ef þú hefðir tekið betur eftir í umræðum síðustu missera, þá vissir þú að GGE getur ekki selt sinn hluta í HS nema bjóða hinum hluthöfunum (Reykjanesbæ og OR) forkaupsrétt. Þar af auki þá hefur GGE sem 30% hluthafi í HS ekkert um reksturinn að segja, þeir eru alltaf i minnihluta og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þeim.

hrifla (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband