24.1.2008 | 20:52
Tl allra frétta- og blaðamanna!!!! - Á hverju baðst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson afsökunar í október?
Í fullkomnlega eðlilegu fjölmiðlafári dagsins, spurðu frétta- og blaðamenn nánast alla viðmælendur úr nýlátnum borgarmeirihluta hvort gjörningur Sjálfstæðismanna og Frjálslyndra (Íslandshreyfingarinnar), væri eitthvað öðruvísi en sá gjörningur sem hinn svonefndi Tjarnarkvartett framkvæmdi í október s.l.
Þá spurðu þeir einnig þá viðmælendur í núverandi meirihluta hvort ofangreindur gjörningur í október hefði verið eitthvað rangari en sá sem nú hefur verið framinn!
Af hverju fylgdu frétta- og blaðamenn því aldrei áfram í þessum spurningum, hvað það hefði verið sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði beðist afsökunar á? Sem hann reyndar marg-ítrekaði í stórgóðu viðtali við Sigmar Guðmundsson, í Kastljósi á mánudagskvöld.
Hefði það ekki verið sanngjörn spurning í dag?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
Góðar spurningar hjá þér. Ég var að kíkja á þessa pistla hjá þér og vil óska þér til hamingju með falleg viðhorf til eldra fólks og öryrkja.
Guðbjörn Jónsson, 24.1.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.