Bullandi ágreiningur á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins

 

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eru algerlega á öndverðum meiði um Björn Inga Hrafnsson og vinnubrögð hans í borgarstjórn.

 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

23. janúar segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í samtali við Vísi að Björn Ingi Hrafnsson, hafi fært pólitíkina á þann stað sem hún sé nú, með slitum á samstarfi í haust.

Þá segir hún orðrétt:  ,,.......reiðin er lengi að fara og það tekur langan tíma að vinna upp traust." 

segir síðan:  ,,... hins vegar er það rangt sem Björn Ingi heldur fram í Fréttablaðinu að sjálfstæðismenn hafi boðið honum aftur samstarf.  Þetta er smjörklípa hjá honum til þess að komast hjá þessu fatakaupamáli." 

 Hanna Birna Kristjánsdóttir

Mbl.is -,, Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr forseti borgarstjórnar sagði í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að Björn Ingi Hrafnsson fráfarandi oddviti Framsóknarflokksins hafa verið frábæran samstarfsmann sem unnið hafi af miklum heilindum þar til fyrsti meirihluti þessa kjörtímabils sprakk.

Hann sé mikill framsóknarmaður þó hún telji reyndar að hann eigi meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum.  Þá sagðist hún alls ekki telja víst að Björn Ingi sé horfinn af vettvangi stjórnmálanna."

Sem sagt bullandi ágreinur á milli þeirra stallsystra um ástæðu þess að meirihluta borgarstjórnar sprakk í október s.l. 

Þess má geta að í atkvæðagreiðslu borgarstjórnar skiluðu allir í nýföllnum borgarstjórnarmeirihluta auðu, í kosningu til forseta borgarstjórnar, nema Björn Ingi Hrafnsson, sem greiddi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur atkvæði sitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta er miklu meira en pínlegt ... þetta er orðið fáránlegt í allastaði.

Gísli Hjálmar , 26.1.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband