27.1.2008 | 01:00
Illmenni gagnrýna
90% Reykvíkinga hugnaðist ekki stefnuskrá F-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Skv. marg-ítrekuðum yfirlýsingum Ólafs F. Magnússonar, hinum nýja borgarstjóra, eru um 70% af nýrri málefnaskrá borgarstjórnar, málefni F-lista.
Út frá þessum staðreyndum verður borgarstjóri að búa yfir þeirri dómgreind að viðbúið sé að einhverjir af þessum 90% hljóti að gagnrýna og tjá sig um málin. Hann verður hins vegar að skilja að málefnalega gagnrýni og persónulega gagnrýni.
Það er óviðunandi að mega ekki gagnrýna þessa stöðu, án þess að verða illmenni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er grimmt af fólki að ráðast að Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, með veikindi hans að vopni. Allir geta veikst og andleg veikindi eru erfið fyrir sjúklinginn sjálfan en þó sérstaklega aðstandendur. Nú veit ég ekki hvað amaði að Ólafi en samkvæmt læknisvottorði sem svokallaðir vinir hans í fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta kröfðust þá er Ólafur með kvittun upp á að hann hafi náð sér af þessu veikindum. Hvað annað þurfum við? Andstæðingar Ólafs eiga að ráðast að honum með málefnin að vopni en ekki veikindi, sem enginn velur sér sjálfviljugur. Fólk sem leggst svo lágt eru illmenni.
Calvín, 27.1.2008 kl. 01:08
Hver hefur gefið þér leyfi til að kalla annað fólk yfir höfuð illmenni ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2008 kl. 01:33
Það er rétt Calvin - það á ekki að nota veikindi eins eða neins sem vopn.
En stjórnmálamanni leyfist ekki heldur - hver í hlut sem á, í hvaða flokki sem er, að frábiðja sér gagnrýni á forsendum þess að verið sé að vega að honum með veikindum.
Held að það sé stóri vandinn í þessu máli.
Ég held að persónulega hafi fæstir nokkuð út á Ólaf F. Magnússon að setja né heldur veikindi hans. En auðvitað var viðbúið að hann fengi yfir sig gagnrýni þar sem 90% af borgarbúum hafði ekki hugnast stefna F-listans í borgarstjórnarmálum. Það er satt sem þú segir að andleg veikindi eru erfið fyrir sjúkling sem aðstandendur - Ótrúlega sár, þar sem sjálfsgagnrýni er oft mikil. Sjálfsmat verður lágt og manneskja sem t.a.m. er þunglynd á ekki svokallaðar eðlilegar varnir, það fer allt beint inn í hjartastað og særir. Í sjúkdómsástandi slævist dómgreind - eitt af einkennum. Það var og er viðbúið að óánægjualda risi, þar sem 90% borgarbúa hugnaðist ekki þessi stefna. Það slæma við þessa stöðu er að fólk vill ekki vera illgjarnt en það verður að fá að gagnrýna án þess að líða eins og illmenni. Mér finnst Ólafur hafa ruglað saman málefnalegri gagnrýni við persónulega gagnrýni. Ef dæmi er tekið af Degi B. Eggertssyni þá hefur hann fengið yfir sig harða gagnrýni hér á blogg-miðli fyrir að stinga vin sinn Ólaf í bakið. Við lestur viðtals við Ólaf F, segir hann allt aðra sögu af Degi.
Það er staðreynd að fólk sem hefur veikst andlega er alltaf og ég segi alltaf, ekki síst eftir 8 mánaða fjarveru vegna veikinda, ráðlagt af heilbrigðisstarfsfólkiað fara rólega af stað, passa sig að verða ekki fyrir álagi, borða, sofa, hreyfa sig reglulega og hvíla sig vel. Þetta vita nánast allir og miðað við þá forsendu og það gefið að borgarstjórnarmeirihluti stæði og félli með því að Ólafur F. verði aldrei frá, fannst fólki kannski of miklu vogað fyrir jafn mikilvægt málefni sem rekstur höfuðborgarinnar er.
Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.