Hvort greiðirðu reikningana þína fyrir gjalddaga, á gjalddaga eða eftir gjalddaga? Ertu kannski búin að vera vanskilapappakassi síðan þú varðst fjárráða?

Vissir þú að bankastofnanir og fyrirtæki þeirra eru sólgnir í þessar upplýsingar?

Vissir þú að Lánstraust - nú Credidinfo Ísland - fyrirtækið sem gefur út vanskilaskrá, hefur farið þess á leit við Persónuvernd að fá að skrá niður alla greiðsluhegðun hvers Íslendings frá því hann verður fjárráða og þar til yfir lýkur?  Þar á að taka saman þær upplýsingar um þig þ.e. hvort þú hafir alla jafna greitt reikninga þína fyrir gjalddaga, á gjalddaga eða síðar. Hversu líklegt sé að þú sért eða verðir vanskilamaður!!! Þær upplýsingar eru síðan varan sem fyrirtækið selur öðrum fyrirtækjum eða lánastofnunum.

Vissir þú  að Kaupthing banki var búin að tilkynna kreditkortahöfum sínum að viðskipti neysla - sem greidd væri með slíku korti, væri tekin saman í sérstakan gagnagrunn sem síðan yrði nýttur sem upplýsingabanki um neysluvenjur okkar!  Hvaða hagsmunir skyldu vera þar að baki?

Fyrirtækið hætti reyndar við eftir mótmæli korthafa og baðst afsökunar á þessum áformum sínum. 

Vissir þú að Intrum á Íslandi býður upp á einhverjum vefsíðum, að fólk skrái niður greiðsluhegðan sína? - Er það ekki innheimtufyrirtæki?  Bent skal á að eignatengsl eru á milli Lánstrausts og Intrum á Íslandi.

Hvers vegna var Intrum í Noregi svipt starfsleyfi?

Hvort skiptir meira máli: Viðskiptahagsmunir eins fyrirtækis eða hagsmunir okkar almennings?

Koma þessi mál okkur eitthvað við?

Er þessi pistill minn kannski stormur í vatnsglasi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

Mjög góð pæling.

Hafrún Kr., 6.3.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála ofanveðri

Ólafur fannberg, 6.3.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, athyglisverð útlistun ef satt reynist ...

Gísli Hjálmar , 7.3.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Okkur var nær að kjósa þessi núverandi stjórnvöld yfir okkur.

Halldór Sigurðsson, 7.3.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband