Frá hverjum fær Lögreglan tilskipun um að sekta atvinnubílstjóra í mótmæla-aðgerðum?

Er það ekki verksvið stöðumælavarða hjá Reykjavíkurborg að gefa út stöðusektir í borginni?

 Er það þá verksvið Lögreglunnar eftir allt saman að sjá um sektartilkynningar?  Getum við Reykvíkingar ekki sparað okkur þann kostnað sem fer í launagreiðslur til stöðumælavarða og láta þá sem eiga að sinna þessu lögbundna hlutverki sjá um verkin?  Það er Lögreglu höfuðborgarsvæðisins?

Skv. fréttum allra fjölmiðla hefur Lögreglan sektað atvinnubílstjóra sem mótmæla fyrir utan fjármálaráðuneytið með því að þeyta lúðra, fyrir að leggja ólöglega?

 Hvaðan kemur þessi tilskipun til Lögreglunnar?

Hvað gerir Lögreglan í málefnum miðborgarinnar?  Hvað gerir lögreglan til að vernda líf og limi þeirra sem búa í miðborginni, vegna t.d. eldhættu sem er gríðarleg þar, í hinum opnu og yfirgefnu húsum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband