21.5.2008 | 17:37
Íslenskir dónar - sýnið tilhlýðilega virðingu - Innheimtustofan Momentum
Innheimtustofan Momentum stendur fyrir auglýsingaherferð þessa dagana hjá Útvarpi allra landsmanna - RÚV.
Ein auglýsingin hljóðar svo: ,,Sýndu virðingu"
Auglýsing sem lesin var upp á RÚV í dag hljómar svo:
Kröfuaðilar leitið til Momentum, ykkur að kostnaðarlausu!
Sjúklingar, fatlaðir, barnmargar fjölskyldur, eða ungt fólk sem nú er farið að lenda í vanskilum með lán sín - vinsamlegast sýnið virðingu.
Þó skal áréttað hér að að starfsemi og starfsfólk Momentum í þessu tilfelli, hefur sitt lifibrauð á þessum dónum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við köllum þetta oft "hrægammafyrirtæki" hér fyrir vestan þessi innheimtufélög.
Þeir auglýsa "kröfuaðilar" leitið til Momentum ykkur að kostnaðarlausu !
Skuldarinn er væntanlega kröfuaðili líka, sá sem skuldar kröfuna ?
Varla eru þeir hjá Momentum að vinna sjálfboðavinnu, eða hvað ?
Níels A. Ársælsson., 21.5.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.