,,Æru-seilirinn" Hannes Hólmsteinn vill fleiri álver - og til hvers?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, kallar eftir fleiri álverum á bloggsíðu sinni.

Röksemdir þær sem hann ber þar fram (býður ekki upp á athugasemdir þeirra sem skrif hans kunna að lesa) eru þær að bregðast þurfi við þeim atvinnumissi sem launamenn hafa verið að lenda í og er yfirvofandi.  Hann er sjálfsagt að fjalla um t.d. um 400 starfsmenn eða fleiri í flugþjónustunni sem fengið hafa uppsagnarbréf, einhver hundruð í bankageiranum sem einnig hafa misst atvinnu sína og fleiri. - En skyldi Hannes álykta sem svo að þessi hátt í 1.000 manns úr banka- og fluggeiranum færu að starfa við byggingu álvera, eða stunda störf við álbræðslu?

 

Árni Johnsen er sömu skoðunar og flokksbróðir hans Hannes 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Af hverju ekki? Það þýðir ekki að vera vandlátur ef maður vill lifa af.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: AK-72

Það er nokkuð öruggt að flestir úr bankageiranum fara hreinlega annað. Tölvumennirnir eiga létt með að fá vinnu, verkfræðingarnir fara á verkfræðistöfurnar sem hafa þjáðst af skorti á mannskap vegna bankanna, og svo er nú Landsbankinn víst einn bankanna enn að ráða fólk.

Flugmennirnir fara svo erlendis, flugfreyjurnar leita svo í eitthvað starf nálægt heimili sínu í Reykjavík og nágrenni og þá eru bara örfáir eftir af þessum 1000 sem gætu farið að starfa í álveri. 

Því miður er þetta ekkert annað en heimskulegur hræðsluáróður um að þetta sé það eina í stöðunni, sagt af afturhaldssöömum stjórnmálamönnum sem eru enn fastir í kringum 1950 í hugsun og halda jafnvel að kolanámur séu líflegt og gefandi starf fyrir líkama og sál.

AK-72, 28.6.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Var ekki bæjarstjóri í Reykjanesbæ voða kátur með að það væri að koma álver á staðinn?   

 Kannski það reddi öllu?? eða hitt þó heldur?  ( flugfreyjum og flugmönnum og starfsmönnum í Leifsstöð sem var verið að segja upp)?    

Marinó Már Marinósson, 28.6.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband