30.6.2008 | 02:16
Dofri Hermannsson, vara-borgarfulltrúi Samfylkingar segir orð Össurar Skarphéðinssonar marklaus!!!
Dofri Hermannsson, vara-borgarfulltrúi Samfylkingar og talsmaður Samfylkingar í umhverfismálum borgarstjórnarflokksins, segir ,,viljayfirlýsingu" iðnaðarráðherra um fyrirhugað álver á Bakka, algerlega marklausa gagnvart álversframkvæmdum þar.
Segir ,,viljayfirlýsinguna" eiga við samgöngubætur á milli Akureyrar og Húsavíkur!!!
Er iðnaðarráðherra að gera grín að Húsvíkingum?
Er ríkisstjórnin/iðnaðarráðherra að gefa út falskar ,,viljayfirlýsingar" um fyrirhugaða uppbyggingu álvera, til þess að bæta ímynd stjórnvalda vegna ,,meints" aðgerðarleysis þeirra í þeim stjórnlausa efnahagsvanda sem þjóðin glímir við?
Munu Íslendingar eiga von á fleiri ,,viljayfirlýsingum" frá iðnaðarráðherra um samgöngubætur í landinu? Jafnvel samgöngubætur sem þegar eru komnar inn á vegaáætlun? Málaflokkur sem heyrir undir samgönguráðuneyti!!
Hér er ekki verið að fjalla um hvort reisa eigi fleiri álver eða ekki (Höfundur á móti meiri frumframleiðslu til útflutnings), heldur orð og aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Hvet ykkur til að lesa grein Dofra Hermannssonar ,,Viljayfirlýsing um hvað?" (sjá link hér að neðan.
http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/577857/#comments
Skrif Dofra Hermannssonar hér að neðan:
Viljayfirlýsing um hvað?
Það hefur ekki komið skýrt fram nema í fréttum Rúv hvað ríkisstjórnin er að leggja til málanna í þessari viljayfirlýsingu - að stuðla að bættum samgöngum milli Húsavíkur og Akureyrar. Nokkuð sem ríkur vilji er til að gera hvort sem er - enda hefur Samfylkingin sett fram þau sjónarmið að eina alvöru byggðastefnan er að bæta fjarskipti, samgöngur og aðgang að menntun.
Framlenging á þessu samkomulagi virðist því hafa harla litla þýðingu aðra en að þessir aðilar fái að halda áfram að kanna möguleikana á að reisa álver á Bakka með orku úr þeim jarðhitasvæðum sem búið var að gefa leyfi til rannsókna á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.