Hvernig líður barni sem kemst ekki hjá því að heyra daglega og sjá í hverjum einasta fjölmiðli landsins, ógnvænlegar fréttir af kreppu???
Börn eru viðkvæmar sálir og þurfa fyrst og síðast af öllu öryggi.
Það er þekkt fyrirbæri að börn fá oft óttaköst yfir ákveðnum hlutum, svo sem stríðsátökum spyrja sig og foreldra gjarnan hvort einhver hætta sé á að stríð skelli yfir okkur eða hvort stríðsátökin séu svo fjarri að þau muni ,,aldrei ná til okkar".
Þá hræðast þau gjarnan náttúruhamfarir o.fl. o.fl.
Nú komast þau ekki hjá því að upplifa ,,ógn" sem stendur býsna nærri þeim - ógn sem bíður við húshornið! Það er í öllum blöðum, útvarpi og sjónvarpi!!!
Við ræddum þessi mál ég og 15 ára sonur minn.
Ég benti honum á að við værum búin að vera ,,gráðugri" síðustu ár, en við höfum haft efni á. Það væru ekki eðlileg viðmið að hvert heimili ætti 2 - 3 bíla, ekki eðlilegt viðmið að fólk ætti frístundahús sem væru stærri og dýrari en meðal 3ja herb. íbúð, að húsgögn eða innréttingar sem væru eldri en 15 ára væri ruslahaugamatur o.s.frv. Þetta væri bara nauðsynlegur og eðlilegur viðsnúningur.
Við ræddum það óttalaust að nú yrði þyngra af greiða af lánum og aðföng dýrari, en lífið héldi áfram og jafn ánægjulegt og alltaf hefur verið að: ,,Kósa okkur á föstudags- og laugardagskvöldum", fara á tónleika, hlusta á tónlist, vera saman, fara í skóla og vinnu, hitta vini, spila, fara út í náttúruna, notalegt að fá okkur kakó og heimabakað af og til - Ekkert af þessu hverfur og það er það sem skiptir máli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega Alma, það er þetta sem skipti ÖLLU máli þ.e. stundirnar saman og lífið sjálf. Ekki dauðir hlutir
Vilborg G. Hansen, 18.9.2008 kl. 16:56
já nákvæmlega gæti ekki verið meira sammála þér :)
Það sem skiptir máli er fjölskyldan, vinir og samveran.
En ætli að það muni ekki reyna á fjölskylduböndin hjá þeim sem skulda mest því þau verða liggum við að vinna myrkranna á milli og þá er það farið að bitna á börnunum.
Hafrún Kr., 18.9.2008 kl. 17:01
Sammála þér, nákvæmlega sama sem ég segi mínum krökkum. Það er líka allt í lagi að neita sér annað slagið um hlutina, enda bara hollt fyrir alla að safna sér fyrir hlutunum áður en lagt er út í fjárfestingu.
Kósíkvöldin klikka aldrei. Tökum aftur upp sjónvarpslaust fimmtudagskvöld.
Marinó Már Marinósson, 19.9.2008 kl. 08:41
Ég er samt hræddur að kósíkvöldunum fækki til muna þegar annar eða báðir foreldrarnir eru komnir í aukavinnu til að geta borgað reikningana.
Karma (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:17
Hjartanlega sammála þér. takk fyrir að minna á
Jón Snæbjörnsson, 1.10.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.