10.11.2008 | 15:43
Af hverju fá sumir fá 220.000 kr. í atvinnuleysisbætur en aðrir 158.000 - verið að samþykkja lagafrumvarp á Alþingi nú í vikunni!!!!!
Nú er verið að ganga frá nýju lagafrumvarpi um greiðslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði. Þar verður lögfest að þeir sem höfðu tekjur 315.000 og þar yfir muni fá að lágmarki 220.000 krónur í mánaðarlaun eftir að uppsagnarfrestur er liðinn.
Þeir sem voru með laun undir 315.000 krónum fá skv. núverandi reglum og þáverandi alls kr. 158.000
Þeir sem lækka starfshlutfall sitt fá á móti hluta af atvinnuleysisbótum.
Haldið ykkur fast - Það var Pétur Blöndal, alþingismaður sem benti hins vegar á það óréttlæti sem í lögunum fælist að maður/kona sem hafði 1.000.000 í laun á mánuði, lækkar starfshlutfall stt niður í 75% - fær þá 750.000 kr. í laun + 25% af 220.000 kr. atvinnuleysisbótum þ.e. 55.000 úr atvinnuleysistryggingarsjóði.
Verið er að festa launamun með sérstökum lögum félagsmálaráðherra!!!!!!
Það er sárara en orðum taki að Jóhanna Sigurðardóttir, þessi réttsýna manneskja skuli ganga svo fram.
Er þetta réttlátt????????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.