10.11.2008 | 18:31
Hvort færð þú 158.000 kr. í atvinnuleysisbætur eða 220.000 kr.?
Verið að setja lög á Alþingi nú á þessum dögum um að atvinnuleysisbætur verði tekjutengdar.
Þeir sem höfðu laun og hafa laun undir 315.000 krónur fá 158.000 krónur í atvinnuleysisbætur
en allir bankamenn sem misst hafa starf sitt nýlega og allir sem hafa laun yfir 315.000 krónur fá kr. 220.000 krónur í atvinnuleysisbætur.
Af hverju er félagsmálaráðherra að binda í lög þetta tekjumisræmi?
Hvað hefur hún á móti þeim sem hafa haft um kr. 200.000 og minna í mánaðarlaun? Af hverju skammtar hún því fólki lægri atvinnuleysisbætur?
Tek ég þó fram að Jóhanna Sigurðardóttir hefur alla tíð átt traust mitt og virðingu fyrir réttlætiskennd.
Hvað segir verkalýðshreyfingin við þessu?
Hvað segja forystumenn ASÍ - hvað segja forystumenn VR - hvað segir forystumaður BSRB???????
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að setja lög um þetta, en það er bara 3 fyrstu mánuðina og svo allir á 185þús. Svo finnst mér að auðvitað eiga tekjuhærri að hafa hærri atvinnuleysisbætur til að byrja með.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:39
Bjöggi - svo allt sé rétt - eftir þessa 3 mánuði fá allir 158.000 en ekki 185.000
Og ég spyr þig - af hverju eita þeir sem hærri höfðu launin að fá hærri atvinnuleysisbætur?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.