10.11.2008 | 20:09
Ríkið hefur keypt Intrum á Íslandi og Lánstraust - Hvað finnst þér um það?
Intrum leggur allt að 300% ofan á nafnverð kröfu.
Dæmi: 6.000 króna reikn. frá Tal í vanskilum. Sendur til Intrum til innheimtu. Þeir leggja kr. 18.000 strax á kröfuna. Síðan leggjast tæpl. 30% dráttarvextir ofan á 6.000 + 18.000 - eftir það reiknast opinber gjöld.
Intrum býr til kröfur á einstaklinga. Þar er um að ræða skuldir af videóleigum. Engar kvittanir eru til fyrir um það hjá lögfræðingum Intrum hvenær spólu var skilað. Samt er búin til krafa. Dráttarvextir og kostnaður leggst ofan á. Síðan fer fram dómur - um að viðkomandi tilbúnum skuldara sé skylt skv. lögum að greiða viðkomandi skuld. Skuld fer til síðan systurfyrirtækis Lánstrausts á vanskilaskrá, og eru þar lögum samkvæmt í 5 ár, hvort sem skuld er greidd eða ekki?
Þingmenn í öllum flokkum vita af þessu en gera ekkert!!!! Engin af þeim en segja að þetta eigi að kæra til lögreglu.
Er einhver þar a úti tilbúin að setja sig í samband við mig, ef hann hefur orðið fyrir slíku lögbroti af hendi af Intrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég rek fyrirtæki með öðrum ,,höfum við oft fengið há reikninga frá þessari svo kölluðu Intrum þannig að við reynum að sneyða hjá þeim birgjum sem senda þessa úlfa á okkur,en ég helt að þessi innheimta væri lögleg,,er hún það ekki....
Res (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:24
Best að borga á Gjaldaga
eða Bara Borga ekki
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:37
innheimtan á videóskuldunum er ólögleg þar sem engar kvittanir eru afhentar við skil á spólu - og þannig innheimtur býr Intrum til. Búið að leita álits eins virtasta lögspekings landsins. Þá segja þingmenn sem margir hafa einnig lent í þessu þetta vera ólöglegt - en enginn og ég segi enginn þeirra gerir neitt í því.
Er 300% álagning lögleg?
Er 300% álagning siðleg?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.