11.11.2008 | 01:22
Munu Húsvíkingar bjóða Alcoa ódýrt vinnuafl?
Heimsverð á áli hefur lækkað mjög mikið. Öllum sérfræðingum ber saman um það að þung olíukreppa sé framundan og efnahagshorfur séu fremur bágar. Þá er ljóst að mengunarkvóti (leyfi til útblástursmagns) mun hækka mjög í verði, eftir að núverandi loftslagssamningar renna út árið 2012.
Ef Húsvíkingum tekst að koma álverssmíði á koppinn, er þeim þá sama hvaða launakjör muni bíða þeirra í störfum hjá fyrirtæki þar sem markaðsverð vöru hefur hríðfallið og mun verða lágt áfram?
Er kannski líka verið að hugsa um framkvæmdir vegna byggingar álvers á Húsavík?
Ef það er málið - þarf þá endilega að byggja álver?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, ég held þetta fyrirhugaða álver sé of dýru verði keypt. Rakst annars á þetta blogg um IMF-mafíuna:
IMF - kjarninn.blog.is
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.