Hvað finnst Evrópusambandsríkjum um einhliða upptöku evru Íslendinga? Mun það laga orðspor okkar?

 

Hvernig höfum við komið fram við aðra síðustu árin?

Voru aðrir jafn ánægðir með okkur og við sjálf?

Ber það ekki vitni um okkar staðföstu trú að við vitum allt best, kunnum allt best og

megum bara gera það sem okkur sýnist!

Er ekki komið nóg af þessum sjálfumglaða og um leið heimska hugsunarhætti? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú segir nokkuð. 

Marinó Már Marinósson, 12.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæl Alma Jenny

Það getur ekkert lagað orðspor okkar Íslendinga annað en að við getum sýnt heiminum að við getum komist í gegnum þessar hremmingar og að við séum ekki þeir aular sem ætla mætti af því að hafa leyft bankakerfinu að þenjast út 12-falt á við þjóðarframleiðslu. Við verðum að leggjast á árar og vinna okkur út úr vandandum, sýna útsjónarsemi og dugnað.

Af dugnaði eigum við nóg, en útsjónarsemina hefur stórlega skort, svo sem sjá má, nú er kominn tími á hana.

Ég skrifaði pistil 18. okt. s.l. þar sem ég útskýri betur hvað ég á við. Ég hef ekki kynnt mér sjálfbærnis-áætlun SÞ sem þú talar um hjá Bjarna, en ætli sitthvað sem ég skrifa sé ekki í takt við hana?

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband