14.11.2008 | 12:56
Búið að samþykkja lög um mismunun almennings til atvinnuleysisbóta!!!
Ég hef reynt að vekja athygli á því að verið er að lögfesta mjög grófa og í raun siðlausa mismunun.
Þeir einstaklingar sem höfðu laun undir 300.000 krónur fá 158.000 í atvinnuleysisbætur.
Þeir sem höfðu laun yfir 300.000 krónum fá 220.000 krónur í atvinnuleysisbætur.
Sá sem er í minnkuðu starfshlutfalli fær laun - og mismunin greiddan sem atvinnuleysisbætur - jafnvel þótt viðkomandi hafi haft 1.000.000 í laun - minnki starfshlutfall sitt niður í 50%.
Viðkomandi fær þá 500.000 krónur í laun og 110.000 krónur í atvinnuleysisbætur.
Sá sem hafði 200.000 krónur í laun - lækkar starfshlutfall sitt niður í 50% fær þá í laun 100.000 krónur og í atvinnuleysisbætur kr. 75.000 krónur.
Þingmenn allra flokka - líka stjórnarandstöðu greiddu atkvæði með frumvarpi - þ.e. þeir 40 sem voru mættir. 18 þingmenn voru fjarverandi. Engin alþingismaður greiddi mótatkvæði.
Hvar eru formenn Verkalýðsfélaganna?
Hvað er Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ? Er hann að tala við fólkið sitt? Veit hann kannske ekki af þessu?
Hvar er Ögmundur Jónasson, formaður BSRB? Því greiðir hann atkvæði með þessu frumvarpi?
Hvar er Gunnar Páll Gunnarsson, formaður VR? Er hann að nýta tímann í eiginhagsmunavinnu með stjórn VR? Hvað segir hann fyrir hönd allra sinna skjólstæðinga í VR sem munu fá lægri upphæð í atvinnuleysisbætur en aðrir?
Hvar eru fjölmiðlarnir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur þessi prósentuhækkun alltaf gilt í þjóðfélaginu? Því ættu þeir að fara að breyta því núna?
Ég man hvað ég varð hissa þegar ég var unglingur og gerði mér grein fyrir því að þetta virkaði svona, hækkanir gengu prósentvís upp allan launastigan. Ég er það mikil jafnaðarmanneskja í mér frá barnsaldri að ég hafði fram að því talið sjálfsagt að þeir sem fengu minnst laun hækkuðu mest!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:25
Æ, ætlaði að skrifa "hefur þessi prósentuhækkun ekki alltaf gilt o.s.frv.
Ég verð að fara að hætta að hanga svona yfir tölvunni, ég hef ekki heilsu í það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.