Líta stjórnvöld á íslenskan almenning sem hryðjuverkamenn? Af hverju ráða þau hernaðarsérfræðing til ráðgjafarstarfa? Þjóð sem aldrei hefur átt her?

 

Hversu langt munu íslensk stjórnvöld ganga í því að virða lýðræði að vettugi?

 

Jóhanna Sigurðardóttir, Geir H. Haarde, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Möller, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Bjarnason, Össur Skarphéðinsson, Einar Guðfinnsson

Þið eruð nöfn, einstaklingar rétt eins og við almenningur.  Hvað gefur ykkur leyfi til þess að ráða sem sérfræðing til ríkisstjórnar Íslands - hernaðarsérfræðing?

Það hefur aldrei verið til her í þessu landi og er það tilkomið vegna þess að íslensk þjóð hefur ekki litið til hernaðar sem ábatasamaleið til þess að greiða götu íslenskrar þjóðar!

Stríðsátök er ekki eitthvað sem nein þjóð lendir í, heldur er það ákvörðun þjóðar.

Af hvaða ástæðum haldið þið svo fast í stjórnvölinn?   

 Legg til að gerð verði könnun á afstöðu almennings til ríkisstjórnar Íslands!

Svarið verði bara já eða nei.

Ekki gefa upp neitt varðandi pólitík - heldur einungis: ,,Styður þú núverandi ríkisstjórn?" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Góð ábending hjá þér.  Hjartanlega sammál þér.

Einar Vignir Einarsson, 15.11.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vonandi verður friðvænlegra í heiminum og þá gerir ekkert til þó nokkrir sérfræðingar á sviði hernaðar fari á atvinnuleysisskrá. Kannski verið sé að koma þeim í einhverja vinnu við friðsamleg störf. Kannski þeir láti af þessu einkennilega áhugamáli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband