Í hvers umboði?

Í hvers umboði talar Geir um einhliða upptöku Evru?

 Hvernig skyldi það nú leggjast í þjóðir Evrópusambandsins, eftir að hafa þurft að neyða okkur til þess að greiða upp sannarlegar skuldir okkar í viðkomandi löndum?

Er ríkissjóður ekki enn að bíða eftir lánum frá Evrópuþjóðunum?

Hefur forsætisráðherra engar áhyggjur af þessum yfirlýsingum sínum, fjármálaráðherra, eða yfirlýsingum Seðlabankastjóra.

Forsætisráðherra segir ekki hægt að ganga til kosninga nú, vegna skýrslugerðar um framvindu mála hér á landi til IMF, sem senda þarf til sjóðsins í febrúar?  Það gæti hreinlega sett lánamöguleika okkar í hættu.

Hvað þá með Evrópuþjóðirnar sem ætla að lána okkur?

Hvað segja þær um Íslendinga, ef þeir ætla einhliða í skjól Evrópusambandsins með einhliða upptöku á Evru, án þess að ganga í sambandið?  Væri það ekki bara staðfesting þeirra á siðleysi Íslendinga.

 


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Þetta hjá Geir er einfaldlega dæmigerður málflutningur manns sem er of þrjóskur til að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér varðandi ágæti krónu og nauðsyn þess að ganga í ESB.  Klassískt hjá þrjóskupúkum að taka smá tímabil þar sem menn þykjast vera open minded áður en menn brjóta á bak þrjósku sína.

Einar Solheim, 30.11.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband