16.1.2009 | 01:02
Guðlaugur Þór og Rósa Ingólfs........?
Þegar Rósa Ingólfs fór hamförum sem ofurþula hér um árið, prjónandi á meðan hún var að kynna sjónvarpsdagskrá, með járnkaffibrúsa á borði, gat ég hreinlega sigið undir sófaborð af skömm ,,fyrir hönd mankyns".
Mér líður alltaf eins þegar heilbrigðisráðherra vor tjáir sig. Ég bara get ekkert að því gert.
Ekki að hann sé að prjóna? - Kannski prjónar hann með ósýnilegum prjónum og efni, en ......
æði oft þykir mér skorta á vitsmuni þar á - á þeim bæ!!!!
Á eitthvað svo erfitt með það - get hvorki borið virðingu né traust fyrir slíku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guð hvað ég skil þig.
Er ekki enn búin að ná úr mér hrollinum eftir Rósu-dæmið og svo bætist Gulli við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 01:08
Eitt má Rósa eiga. Hún fullvissaði mig um það, í einni af þulukynningum sínum, að kaffi sé ekki eins óhollt ef maður setur út í það smá mjólk. Man ekki eftir heilræði frá heilbrigðisráðherra sem jafnast á við það.
Haraldur Hansson, 16.1.2009 kl. 02:18
Já og ullarsokkar utanyfir skóna í hálku. Heilbrigðisráðherra ætti að fara að prjóna í anda Rósu!
Jóhanna Hafliðadóttir, 16.1.2009 kl. 20:24
Ullarsokkar gætu bjargað mörgum frá byltu. Komin leið til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu?
Marinó Már Marinósson, 17.1.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.