16.1.2009 | 22:48
Björgvin G. Sigurðsson skráði sig sem mannúðarsamtök í prófkjörsbaráttu, greiddi ekki virðisaukaskatt!!!
Lögmaður hans játaði því að stofnað hefði verið ,,Kosningafélag Björgvins G. Sigurðssonar" kt.: 671006-1510.
Lögmaður Björgvins, Sigurður G. Guðjónsson, staðfesti í viðtali við Mannlíf 22.maí 2008.
Skattrannsóknarstjóri segir að búið sé að breyta lögum um starfsemi stjórnmálaflokkanna - þetta eigi ekki að geta gerst í framtíðinni.Stjórnmálafræðingurinn Einar Mar Þórðarson, bendir á þá hættu/freistingu að þingmenn launi ,,gefendum" sínum.
Finnst Björgvini G. Sigurðarsyni þetta ,,bara í góðu lagi?"
Fleiri færslur um sama mál á næstunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú á Björgvin auðvitað að birta alla reikninga varðandi framboðið.
Ég minni á að Björgvin réði inn í ráðuneytið Hjálmar nokkurn Blöndal sem er viðskiptafélagi og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs. Þetta var nýtt starf varðandi fasteignakaup og mál er varða kaup og sölu fyrirtækja sem voru málefni sem fluttust frá dómsmálaráðuneyti yfir í viðskiptaráðuneyti.
Þá varði Björgvin útrásarvíkingana fram í rauðan dauðann og birti fræga bloggfærslu þann 8. ágúst þar sem hann taldi þá vera hetjur Íslendinga sem við myndum byggja okkar framtíð á.
Jón Kristófer Arnarson, 16.1.2009 kl. 23:33
Flottar þessar upplýsingar. Ættir að senda link á bloggfærslu viðskiptaráðherra!
Ég mun búa til eina færslu á hvern og einn þeirra sem svaraði blaðinu Mannlífi þessum upplýsingum í sumar.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.