Íslenskar konur eru slæmar mæður ......

 

Er til sterkara afl en móðureðlið?

Eru til sterkari tilfinningar en það að verða foreldri?

Hvaða tilfinningu upplifir hver og einn þegar hann heldur á hvítvoðungi sínum?  Gæti það verið ótrúlega sterk verndartilfinning? 

Ef svo - hvernig geta þá konur margar hverjar, sagt móður, atvinnulausa móður, sem lýsti veruleika sínum á friðsömum mótmælafundi s.l. laugardag, vera málefnalausa Vinstri-græna herfu?

Sú kona talar fyrir munn margra mæðra á Íslandi. 

Ekki aðeins þeirra atvinnulausu, heldur þeirra ótalmörgu mæðra sem af fullri virðingu, hafa  stundað störf t.d. í umönnun barna okkar á leikskólum, skólum, hjúkrunarstofnunum og víðar - á kjörum sem ekki töldust né teljast enn mannsæmandi kjör. 

Hvernig líður móður sem þarf að velja á milli þess að kaupa hlýja skó á barn sitt eða að fara með það til tannlæknis?

Hvernig líður móður móður sem þarf að velja á milli máltíðar til barna sinna, eða þess að sækja læknishjálp t.d. á Slysadeild - en nú um áramót var tekin upp gjaldtaka vegna veikra barna?

Hvernig líður móður sem býr á leigumarkaði og sér fram á að eiga ekki fyrir leigu sinni? Stjórnvöld hafa ekki gert neinar ráðstafanir í íbúðamálum leigenda.

Hvernig líður móður sem hefur tekjur undir 200.000 krónum á mánuði, hefur alla tíð greitt sína skatta og skyldur til keisarans -

Hvernig líður þessari móður þegar hún stendur upp og reynir að berjast fyrir hag barna sinna, sem ekkert hafa tilunnið til að vera í þessar stöðu?

Hvernig líður þessari móður þegar aðrar konur (Ófáar hér á netheimum), kalla hana ómálefnalega Vinstri-græna herfu.

Hvernig líður þessari móður þegar hún eðlilega kallar til aðrar mæður, sér til stuðnings - en fær engin svör.

Konur og mæður á Íslandi -skiptir það kannski engu máli á meðan okkar eigin börn þurfa ekki að mæta slíku?

Ef svo þá eru  við orðnar slæmar og skilningsvana mæður!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikið skelfilega er þetta sannur og góður pistill.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.1.2009 kl. 17:55

3 identicon

Satt og rétt. Að geta þvælt flokkablaðri í svona mál er ótrúleg þröngsýni.

Solveig (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Anna Guðný

Veistu það, að það að einhverjir bloggarar-ekki bloggarar hafi kallað þessa móður einhverju ónefni hefur ósköp lítið að gera með þessa móður. Ef þú sest niður og lest færslur hér á blogginu og svo athugasemdirnar sem fylgja þeim, þá sérðu því miður mun grófari orðnotkun. Það er ótrúlegur fjöldi fólks út í þjóðfélaginu í dag sem réttlætir fyrir sér að bara vegna þess að það sé reitt,  þá hafi það leyfi til að valta yfir samborgara sína með skít og skætingi. Og þetta virkar í báðar áttir: Með og móti ríkisstjórn, með og móti mótmælendum, með og móti Herði Torfa, með og móti Geir H. Haarde. Það eina sem við hin getum gert er að líta í eigin barm og gera okkar besta að breiða það út.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 18.1.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband