23.1.2009 | 14:06
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún góðan bata! En eigið þið fyrir læknisþjónustu og lyfjum?
Um leið og ég samhryggist ykkur vegna heilsubrests, óska ég ykkur góðs bata. Sjálf hef ég greinst með erfiðan sjúkdóm sem hefur komið í veg fyrir að ég geti unnið fyrir mér og mínum.
Ég óska þess að þið munuð eiga fyrir læknisþjónustu og lyfjum! Það á ég ekki, ásamt þúsundum manna sem eru í sömu stöðu.
Ég hins vegar stend á Austurvelli og mótmæli stjórnvaldi ykkar, þar sem ég hef ekkert unnið til saka til þess að vera í þessari stöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á ekki að taka smá pásu um helgina? :)
Marinó Már Marinósson, 23.1.2009 kl. 17:16
Alls ekki kæri Marinó!
Mæti á Austurvöll á morgun! Tók mér pásu í dag, til brúkunar á hinum ýmsustu eldhúsáhöldum hér heima. Ætla að heiðra syni mína á þessum Bóndadegi með góðum mat og síðan: Útsvari - spurningaþætti.
En ég vil enn stjórnvöld frá og neyðarstjórn. Ég vil stjórnendur Seðlabanka frá og Fjármálaeftirlits. Vill fá neyðarstjórn heiðarlegra fagaðila þar til.
Óska leiðtogum stjórnarflokkanna góðrar heilsu og hugur minn hjá þeim sem persónum.
Ég mæti til þess að verja hag barnanna minna í framtíðinni - fyrir þeirri hrikalegu spillingu sem hefur viðgengist, án þess að ætla að kenna einhverjum sérstökum persónum í ríkisstjórninni um.
Þú ert velkominn í góðan félagsskap!
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 23.1.2009 kl. 18:05
Ég mæti. Það er mjög mikilvægur fundur á morgun og góðir ræðumenn.
Heidi Strand, 23.1.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.