23.1.2009 | 23:56
Sá sem dæmdur hefur verið fyrir ritstuld af Nóbelsverðlaunahafa situr í stjórn Seðlabanka Íslands! Í hvers umboði?
Er hægt að leggjast lægra en að stela hugverki-höfundarrétti af Nóbelsverðlaunaskáldi?
Er ekki eitthvað skrýtið við það að sá maður skuli bæði talinn hæfur til að gegna stöðu við HÍ, sem og talinn hæfur til að sitja í stjórn Seðlabanka Íslands.
Þjófurinn sá heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson - og hann var dæmdur fyrir það brot!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sagt er að enginn ráði skyldmennum. ÉG er blóðskyldur HHG, en þar skilur á milli. Halldór Blöndal er formaður bankaráðs SÍ, hvað segir þú um það?
Bjarni G. P. Hjarðar, 23.1.2009 kl. 23:59
Ekki hefur Halldór Blöndal verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina - og þótt síður væri - en veit ekki til að hann hafi verið sakfelldur í dómsmáli eins ogHannes Hólmsteinn.
Það er satt með skyldmennin - maður ræður því ekki.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.