Búið að dæma Illuga Gunnarsson, sem stjórnarmann í Glitni fyrir að mismuna hluthöfum! Mega alþingismenn bera slíkan dóm!

 

Vilhjálmur Bjarnason vann í dag í Héraðsdómi Rvk., mál sitt gegn stjórn Glitnis.

Þar með er búið að viðurkenna sök stjórnar Glitnis og þar með Illuga Gunnarssonar!

Er forsvaranlegt að hafa slíkan mann á Alþingi?


mbl.is Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Bragason

Sæl Alma. Þetta er misskilningur hjá þér. Illugi var í stjórn sjóðs 9 hjá Glitni, en ekki í stjórn Glitnis.

Baldur Már Bragason, 24.1.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Sammála, Gunnar Páll Pálsson er formaður VR, en hefur engra hagsmuna að gæta í Kaupþingi, ekki satt?  Svo vil ég nú að Alma svari athugasemd minni um "kommúnistann" Jón Bjarnason og aðstoðarmann hans (hver sýgur ríkisspena tvo amk.).

Bjarni G. P. Hjarðar, 24.1.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Villi Bjarna á allan heiður skilinn og þótt þessi dómur snerti Illuga lítið, þá mun hans tími koma. Dómurinn snertir hinsvegar marga aðra áhrifamenn og mun hafa afleiðingar. Þetta er bara byrjunin, því fleiri einkamál og hópmálsóknir eru í farvatninu.

Ég rakst á umræðu frá 2005, þar sem sagt er frá því að reynt hafi verið að þagga niður í Villa í Kastljósi, þegar hann benti á svínaríið í Fl. 2005, athugið það! Gaman væri ef einhver græfi upp þetta viðtal. http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t81009.html

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir að Inga Jóna Þórðardóttir hafi þá setið í stjórn FL. Eiginkona forsætisráðherra, sem grunaði ekki að maðkur væri í mysunni að eigin sögn.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Sá leikur hefur alltaf verið leikinn um víða veröld að fá "þekkt andlit" í stjórnir fyrirtækja, bæði vel rekinna og svo þeirra sem vinna samkvæmt "Íslenska Módelinu". Oftar en ekki eru þetta valdalausir Já-arar sem gera það sem þeim er sagt.

Muna það þegar manni er boðið í stjórn fyrirtækis næst!

Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband