26.1.2009 | 14:51
Er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verðug í embætti forsætisráðherra? Hvað með aðkomu hennar að innherjaviðskiptum varðandi Kaupþing?
Væri það ekki hámarkið á þeirri siðspillingu sem viðgengist hefur undanfarin ár, að ætla Þorgerði Katrínu að leiða björgunaraðgerðir?
Hún og eiginmaður hennar voru með a.m.k. 500 milljónir í Kaupþingi sem þau færðu yfir á ,,félag" í eigu hennar og eiginmanns hennar, eftir að ríkisstjórn hafði verið vöruð við efnahagshruni þjóðarinnar.
Hvernig skyldi félag þeirra eða fyrirtæki standa?
Gjaldþrota?
Ef svo á hverjum lendir það að greiða þær 500 milljónir sem þau svo hæglátlega færðu á milli fyrirtækja?
Peningarnir eru farnir út úr kerfi okkar - þannig að einhver þarf að greiða þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli Jóhann Sig. afskrifi ekki þetta bara, þegar hún verður forsætisráðfrú?
Marinó Már Marinósson, 26.1.2009 kl. 16:44
Ég hef ekki verið fylgjandi síðustu ríkisstjórn - hún verðskuldaði ekki minn stuðning.
Jóhanna Sigurðardóttir er sú manneskja sem ég treysti til þess að huga að okkur almenningi. Þá veit ég að hún er alger vinnuforkur!
Kæri Marinó - ég er búin að vera dofin, sorgmædd og reið yfir því sem leyft hefur verið að ganga yfir okkur með ótrúlegum fjöllum af peningum sem aldrei voru til - nema þá í formi skulda okkur til handa.
Ég vona að þetta gefi okkur von - og að tekið verði tillit til skoðana almennings, en skv. síðustu skoðanakönnun um fylgi flokkanna, þá hafði ríkisstjórnin stuðning 20% þjóðarinnar. Það segir að 80% þjóðarinnar hafi ekki verið tilbúin að styðja hana.
Þegar við öll getum farið að vinna saman á okkur eftir að vegna betur, betur í að gera þjóðfélag okkar betra fyrir börn, fyrir sjúka og atvinnulausa, fyrir aldraða.
Þar til sem og þar eftir - ætla ég að nota það tjáningarfrelsi sem allir eiga.
En eins og þú sérð á þessum fyrirlestri mínum er minni heitt í hamsi og ,,hamsinn" stækkað og blásið út á síðustu vikum.
Annars - hefur mannlífið í miðbæ Reykjavíkur verið alveg ótrúlegt síðustu viku. Fólk hefur hvort sem það var mótmælendur eða ekki, tekið sér ferð í bæinn, gönguferðir fjölskyldunnar með börnin, kíkir inn á kaffihús spjallar - alveg sama hvaða flokkspólitísku skoðanir fólk hefur. Það er svo frábær breyting - að við hittumst og tölum saman.
Þú ert velkominn í þann skemmtilega hóp. Aldrei að vita nema sagðar yrðu einhverjar skemmtilegar sögur.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:55
Tek þig á orðinu, aldrei að vita nema ég mæti í fjörið. Uppbyggilegar umræður eru mjög hollar og ekki verra að hafa gott kaffi með.
Marinó Már Marinósson, 26.1.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.