26.1.2009 | 21:14
Splitter stjórnar atburðarás á bak við tjöldin - etur öllu saman. Hver skyldi splitterinn vera?
Geðlæknisfræðin fjallar mikið um ,,persónuleikaraskanir". Þær heita m.a. anti-social personality, narciccus personality og borderline personality.
Narciccus lét lífið vegna sjálfsdýrkunar og aðdáunar á sjálfum sér. Þar er persónuleikinn gjörsamlega fastur í sjálfum sér, vegna eigin verðleika sem veldur sjálfsdýrkun á hæsta stigi.
Getur verið að íslenska þjóðin hafi lent í of miklu návígi við sjálfan Narciccus?
Borderline-personality kann illa að taka mótlæti. Sú leið sem einstaklingur með þá persónuleikaröskun fer m.a. er að læðast aftan að öðrum, en notar aðra til þess, sér til réttlætingar eða staðfestingar.
Það er staðreynd að í kringum borderline-persónuleika fer alltaf allt í bál og brand og eitt aðal einkenni þess að einhvers staðar í hópi sé staddur slíkur einstaklingur er að allt í einu er hópurinn ,,splittaður" upp í tvær fylkingar - með eða á móti - svart eða hvítt og þegar öllu er á botninn hvolft veit eiginlega enginn af hverju hópurinn er splittaður.
Sá sem splittað hefur ber sjaldnast nokkra sök, þótt viðkomandi hafi með rógburði á milli manna, komið hópnum í 2 eða fleiri herdeildir!
Þessi einstaklingur situr síðan uppi og ,,bara veit ekki meir um málið"
Ef við heimfærum þetta upp á íslenska þjóð þá spyr ég ,,hver er það sem situr, þrátt fyrir mótmæli, þrátt fyrir algert fylgishrun ríkisstjórnar, þrátt fyrir slit á stjórnarsamstarfi?
Hver situr nú og horfir yfir sviðna jörð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.