Er Jón Daníelsson, hagfræðingur að ráðleggja Framsóknarmönnum eitthvað allt annað en VG og Samfylkingu?

 

Framsóknarmenn tala um að vantað hafi leiðir til þess að vinna eftir stjórnarsáttmála-framkvæmdalista?

Jón Daníelsson, hagfræðingur frá London school of  Economic, var kallaður heim til ráðgjafar.  Í fréttum hefur komið fram að hann hafi fundað með VG, Samfylkingu og Framsókn.  Þá vilji Sjálfstæðismenn fá hann á sinn fund.

Úr því að ekki liggur fyrir hvaða leiðir eigi að fara varðandi 3 atriði Framsóknar þá spyr ég bara eins og ljóskan:  Er Jón Daníelsson að ráðleggja Framsóknarmönnum eitthvað allt annað en Samfylkingu og VG?

Ég spyr aftur eins og ljóska:  Treystir Framsóknarflokkurinn ekki þeim sérfræðingum Gylfa Magnússyni eða Björgu Thorarensen?

Er Framsóknarflokkurinn að kaupa sér vinsældir fyrrum rekkjunauta Sjálfstæðisflokksins?

Þeim er ekki viðbjargandi!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið fyrir spurningunni í fyrirsögninni er ótvírætt JÁ. Og háar raddir tala um að gamla "ástin" sé ekki alveg útdauð. En Jón og co eru víst að reyna að bjarga þeim. Sel það þó ekki dýrt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er svolítil ungmennastemning í þessu.   Þeir sem gagnrýnt hvað mest eða hafa opnað munninn, eru fengnir í verkið.  

Marinó Már Marinósson, 31.1.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ætlaði að skrifa ungmennafélagsstemning.   

Marinó Már Marinósson, 31.1.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En ertu ekki ljóska!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband