17.2.2009 | 12:58
m
Það hefur lengi verið vitað að Grænlendingar hafa átt í miklum félagslegum erfiðleikum og er sá vandi í það minnsta hluti af efnahagsástandinu þar.
Á Austurströnd Grænlands er afar dapurt ástand - Kúlusúk, Tassilaq og fleiri stöðum. Það er ekki nema 1,5 klst. flugtími á milli Austurstrandarinnar og Reykjavíkur.
Hér er um þjóð sem tilheyrir Danmörku en það breytir því ekki að hér er um nágranna okkar að ræða og legg ég fram þá tillögu hér að Íslendingar aðstoði vel og dyggilega við félagslega uppbyggingu í landinu. Við eigum t.a.m. mjög mikla þekkingu hér á landi til lausnar áfengis- og fíkniefnavanda og gætum aðstoðað á þann veg.
Bág staða barna á Grænlandi á borð Norðurlandaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alma Jenny. Ég hef haft gaman afþví þegar þú hefur verið að tukta til stjórnmálamenn á kjarnyrtri íslensku. Varðandi Grænland og þau félagslegu vandamál sem þar eru, hef ég ákveðnar skoðanir. Sjálfur bjó ég tvö ár í Grænlandi bæði á vestur- og austurströndinni. Ég stýrði þar félagsþjónustu.
Grænland hefur verið í langan tíma dönsk nýlenda og áhrif Dana haf mótað þá þjóðfélagsþróun sem þar hefur verið. Áhrif og þróun hefur mótast af dönskum hugsunarhætti og dönskum veruleika.
Grænlenskri þjóð hefur gengið illa að fóta sig úr sinni gömlu menningu í vestrænan veruleika. Þeir voru líka sviptir ábyrgð á að stýra þeirri þróun. Nú örlar á breytingum þar sem þeir vilja sjálfir ráða sínum málum.
Erfiðileikarnir er margir og margslungnir. Atvinnuleysi, húsnæðisskortur, menntunarskortur, erfið náttúruleg skilyrði, léleg sjálfsmynd og fleira mætti nefna.
Við Íslendingar höfum gjarnan gleymt þessum nágranna okkar en hrökkvum aðeins við öðru hverju þegar slæmar fréttir berast þaðan. Að sjálfsögðu getum við og eigum að leggja þeim lið með ýmislegt. Það verður bara að gæta þess að sú aðstoð verði ekki með sömu formerkjum sem Danir viðhafa.
Kv JAT
Jón Tynes (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:40
Gott innlegg hjá þér Alma.
Soffía Valdimarsdóttir, 17.2.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.