Of oft gerist það, nú þegar síst skyldi, að dagskrárgerðarmenn/spyrlar Kastljóss hafa einhverra hluta vegna ekki sett sig nægjanlega vel inn í mál - og skortir forsendur til að spyrja þar af leiðandi.
Þóra Arnórsdóttir, þykir mér afskaplega ,,þokkaleg" kona, falleg og viðkunnanleg og fín í Útsvari en hún á ekkert erindi í þau viðtöl sem hún hefur verið að taka. Það stórlega vantar á grunnþekkingu þar of oft.
Ekki veit ég af hverju slík vinnubrögð viðgangast þar, mannfæð, fjárskortur eða metnaðarleysi eða hreinlega ....?
Aldrei áður í sögu Sjónvarps hefur verið eins áríðandi að sinna þessu hlutverki vel - en Kastljós er enn blanda af dægurmenningarefni og svo einhvers konar fréttaskýringarþætti.
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss og leikari ætti kannski að víkja fyrir áhugasamara og ekki síður metnaðarfyllra fólki til að taka við ritstjórninni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður verð ég að vera sammála þér í þessari skoðun þinni - ekki vegna þess að ég vilji ekki vera sammála þér, heldur vegna þess hvað ég að öllu jöfnu kann vel við Þóru í útsendingum..... en.... nei... hún er ekki rétti maðurinn í þetta spyrilshlutverk í Kastljósi - alveg sammála - því miður!!
Edda (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:10
Það eru mörg ar siðan hafa verið alvöru spyrlar þarna. Helgi Seljan vill latast en það er bara froða, þvi miður. Hann helt að hann skoraði hatt með að þraspyrja Johönnu i kvöld, hun er bara einum of kurteis fyrir þa pappirstegund. Geir Harði var ekki lengi að snua hann af ser i eitt skipti fyrir öll þegar hann sagði ovart i mikrofoninn að drengurinn væri halfviti.
Hvernig væri að raða alvöru frettamenn i frettir og frettatengt efni og eftirlata krökkunum lettmetið, nema þau leiti ser menntunar i frettaöflun.
Kolla (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.