18.2.2009 | 20:59
Lán Byggðastofnunar til uppbyggingar verða helst að vera með veði í fiskveiðikvóta!
Skv. upplýsingum sem ég fékk í dag frá Byggðastofnun, lánar stofnun ekki fjármuni til uppbyggingar atvinnusköpunar nema með veði í fasteignum fyrirtækis eða fiskveiðikvóta!!!!
Skyldu margir af þeim sem hafa viðskiptahugmyndir í dag, luma á nokkrum tugum eða hundruðum tonna af kvóta - til veðsetningar lána til uppbyggingar nýrra atvinnustarfsemi?
Er eðlilegt að ríkið gangi fram með þessu fordæmi?
Hvernig á að leysa úr atvinnumálum hér á landi, þegar ríkisstofnun eins og Byggðastofnun gerir slíkar kröfur?
Hverjir munu þá geta byggt upp nýja atvinnustarfsemi?
Þeir sem fengu kvóta úthlutað frá stjórnvöldum?
Þeir sem hafa veðsett fiskveiðikvóta upp í topp, hirt fjármagn og skilið eftir sig sviðna jörð?
Byggðastofnun heyrir undir Iðnaðarráðuneyti
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.