Af hverju settu Bretar hryðjuverkalög á Landsbanka vegna annars fyrirtækis Kaupþings sem skráð var í Bretlandi?

 

Það var skrýtið að heyra útskýringar DO á því að Bretar hafi beytt hryðjuverkalögum á Landsbanka vegna fjármagnsflutninga bresks fyrirtækis Kaupþings?

Þá var einnig skrýtið að DO skyldi ekki mæta með skýrslu sem birt var í maí 2008, um stöðu íslensku bankanna, sem þá voru sagðir með öruggan rekstur?

Annars verður að rannsaka þau mál sem DO ýjaði að, svo sem hugsanlegar mútur einkabankanna til stjórnmálamanna!

Af hverju Björn Bjarnason, ákvað að draga úr fjármagni til efnahagsbrotadeildar, þrátt fyrir aðvörunarorð Seðlabankastjóra!

Af hverju Geir Hilmar Haarde hlustaði ekki á undirmann sinn, bankastjóra Seðlabanka Íslands, um alvarlega stöðu bankanna og þjóðarbúsins í framhaldi af því!

Margt merkilegt sem DO sagði og er skylda stjórnvalda að skoða.

Hins vegar var þetta líka alveg ótrúlega sorglegt viðtal við DO.

Skattyrðingar DO gagnvart Sigmari voru jafn sorglegar og hans skattyrðingar gagnvart spyrlum sínum hafa alltaf verið.

Meira síðar - eins og sjálfsagt allir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband