Beittu Bretar hryðjuverkalögum vegna peningaþvættis Landsbanka Íslands?

 

Það hefur borið á því að Bretar sem hafa tjáð sig um beitingu hryðjuverkalaganna gegn Landsbanka Íslands, hafi verið vegna grunsemda þarlendra stjórnvalda um peningaþvætti þessara fyrirtækja eða félaga eins og þeir kölluðu þau.

Bendi hér á nyjustu færslu og athugasemdir á lillo.blog.is

Mér fannst röksemdir Davíðs Oddssonar um að Bretar hafi beytt hryðjuverkalögum vegna óheyrilegra fjármagnsflutninga Kaupþings-banka frá Bretlandi og eitthvert annað..... eitthvað skrýtnar - eins og sjá má hér að neðan:

 Kaupthing-banki Singer & Friedlanger var breskt fyrirtæki!!!! 

Af hverju beyttu Bretar þá hryðjuverkalögum á Landsbankann sem var Íslenskt fyrirtæki?- en ekki Kaupthing sem stóð í þessum fjármagnsflutningum?

Ég segi ekki auðmenn - því það voru þeir aldrei en þjófar voru þeir allir með tölu, forsvarsmenn Glitnis, Kaupþings, Landsbankans og Sparisjóðanna.  Sami skíturinn vellur upp úr þessu öllu.

Varðandi málsókn Íslendinga á hendur Bretum - vita ráðamenn auðvitað að það mál myndi aldrei vinnast vegna viðskiptasóðaskapar Íslendinga í fjármálum.

Held að best sé að reyna að komast að samkomulagi um Icesafe - en Bretar, Hollendingar, Belgar, Þjóðverjar o.fl. voru rændir - rétt eins og við af þessum kumpánum öllum.

Það hefur akkúrat ekkert með pólitík að gera í sjálfu sér - en umgjörð okkar hér á landi bauð upp á þetta og það er pólitískt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Allt lyktar þetta mál af miklum óheilindum. Bretar gera ekki svona hluti án þess að fyrir liggi grunur um stórkostlegt peningaþvætti eða hreinlega verið að koma fjármunum undan. Ég held reyndar að glæðurinn sé það stór að komi hann fram í dagsljósið þá fyrst verði allt brjálað hér á landi. Þessi útrásarlýður rændi mörg lönd.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þetta er akkúrat það sem ég held að sé að gerast!

Því miður - en það er engum gerðum greiði með því að ætla honum að lifa eftir lögmálum strútsins.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

mikið rétt.

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband