Þjóðverjar farnir að loka á viðskipti við Íslendinga .........

 

Fáir Íslendingar hafa gert eins mikið í því að kynna land og þjóð sem Arthúr Björgvin Bollason.

 Ég veit að hann setur ekki slíka hluti fram nema að mjög yfirveguðu máli!

Aumkunarverð sjálfstæðisbarátta Íslendinga lýsir sér í afstöðu sinni til hvalveiða.

Bendi á greinar mínar hér á blogginu svo sem ,,Bjartur tröllríður til heljar" um sama mál.

Einari K. Guðfinnssyni tókst með þessum ljóta leik sínum, pólitíska leik, að rústa okkur alveg sem þjóð.

Íslendingar líta á hvalveiðimálið sem einhvers konar baráttu við umheiminn.  Hverjir verða viðskiptahagsmunir okkar af því?


mbl.is Sniðganga íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta var ljótur leikur hjá Einar K. Sýnir best innræti harðsvíraðra stjórnmálamanna sem vonandi verða liðin tíð innan bráðar.

Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gamla nasistaríkið hefur ekkert vald til að skipta sér af okkar innanríkismálum.Við höfum fyrst og fremst selt þjóðverjum fisk.Ef við fáum ekki að stjórna okkar sjávarauðlind með tilliti til sjálfbærrar nýtingar þá höfum við engan fisk til að selja þeim í framtíðinni.Svo skora ég á þig að vera með málefnalega umræðu í stað þess glórulausa ofstækis sem býr í skrifum þínum.Sú öfgaumhverfisvernd sem þú og þínum líkir eruð heltekinaf hefur stórskaðað hagsmuni Íslands og það er grafalvarlegt mál að ykkur skuli vera hleypt í að umgangast ferðamenn sem koma til landsins.það ætti að reka þig og þinum líka úr landi sem landráðafólk.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir þig Sigurgeir!  Þekki þig ekki neitt - en finnst skrif þín bera vott um að ekki sé allt í lagi hjá þér.  Lít þannig á skrif þín nú og í framtíðinni en ég mun aldrei loka fyrir athugasemdakerfi!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.3.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband