Grafalvarlegt mál: Egló Harðardóttir, alþingismaður beitir bloggara fádæma vanvirðingu

Það sætir undrun og stórmerkjum að Eygló Harðardóttir, alþingismaður, sem krefst stjórnlagaþings skuli beita almenningi sem setur inn skoðanir sínar á athugasemdakerfi hennar þeirri vanvirðu að loka fyrir athugasemdir.   Ég er sú sem um ræðir.

Ástæða þess er líklega sú að eftir að Eygló fór hamförum í sandkassaleik, hafði ég samband við aðra og reyndari þingmenn flokksins og benti þeim á að enginn - enginn þingmaður hefði leyfi til þess að hamast eins og hún gerði, burt séð frá allri pólitík.

Þar skrifaði ég sem atvinnulaus móðir og bað þá um að biðja hina ágætu þingkonu um að ræða um málefni sem skiptu máli en ekki hvort þessi eða hinn væri pappakassi - DO og fleiri.  Skal þess þó getið hér að síst allra var ég stuðningsmaður DO í Seðlabanka eða stuðningsmaður yfirlett. 

Ég benti hins vegar á að nóg og ærin væru verkefninin og að ég gæti ekki setið hér heima og horft á slík barnaleg skrif - Alþingismenn hefðu bara ekki leyfi til þess á tímum sem þessum.

Í framhaldi báðu Framsóknarmenn mig um að senda e-mail til þeirra sem ég gerði varðandi þetta mál.  E-mailið má sjá hér að neðan.

En hin lýðræðislega þingkona hefur nú lokað á athugasemdir frá mér sem þó voru kurteislega orðaðar, en gagnrýnar - þar sem ég bað hana um að hætta slíkum sandkassaleik.Hér kemur bréf það sem ég sendi öðrum Framsóknarþingmönnum vegna skrifa Eyglóar!

Vinsamlegast lesið

Af gefnu tilefni langar mig að koma á framfæri kvörtun vegna skrifa
Eyglóar Harðardóttur, á bloggsíðu sína á Mbl.is
Bendi ég þar sérstaklega á greinarnar ,,Græn stjórn" og
,,Seðlabankastjóra á Skrímslasetrið" sem og athugasemdir.

Það er með ólíkindum að lesa skrif hins nýja alþingismanns Eyglóar
Harðardóttur á blogg-síðu sína á Mbl.is, þar sem hún skrifar sem
Alþingismaður Framsóknarflokksins.

Það verður að segjast eins og er að í þessum skrifum eykur Eygló
Harðardóttir ekki á virðingu almennings í landi okkar gagnvart
löggjafarþingi þjóðarinnar sem er mjög brotin fyrir.
Eygló er eins og allir aðrir starfsmenn Alþingis ríkisstarfsmaður og
því á launum hjá ríkissjóði.  Þeir eru býsna margir orðið í okkar
þjóðfélagi sem ekki hafa lengur aðgang að atvinnu, burt séð frá
menntun, aldri, starfsreynslu eða fjölskylduaðstæðum.
Á þeim tímapunkti sér Eygló ástæðu til þess að sýna almenningi
óheyrilega vanvirðu með skrifum sínum, þrátt fyrir margar athugasemdir
inn á síðum hennar, þar sem almenningur sem greiðir henni launin,
frábiður sér slík vinnubrögð en kallar eftir faglegum skrifum,
upplýsingum frá henni um stefnu þá sem henni er ætlað að vinna eftir á
löggjafarþinginu og gangi mála þar.

Það hlutverk sem mér þykir vænst um í lífinu er móðurhlutverkið.
Menntun, starfsaldur, starfsreynsla, stjórnmálaskoðanir eru þættir sem
eru ekki jöfn þeirri stöðu að vera móðir.  Sú sem elur önn fyrir
afkvæmi sínu, sú sem ýtir áfram til náms, sú sem tekur þátt í gleði og
sorg, sú sem stuðlar að auknum þroska barnsins síns og reynir með
öllum ráðum að skila góðum og hæfum einstaklingi út í þjóðfélagið.
Þær eru margar mæðurnar á Íslandi.  Þær eru líka margar mæðurnar á
Íslandi í dag, sem bera kvíðboga fyrir framtíð barna sinna.
Við slíkar aðstæður vita þær sem er að þær þurfa að standa saman, þær
þurfa að komast í gegnum hlutina.
Það eykur ekki á tiltrú okkar mæðra að ofangreindur þingmaður skuli
bjóða okkur upp á slík skrif.  Það eykur heldur ekki tiltrú okkar á
löggjafarvaldið sem er grundvöllur lýðveldis okkar.

Ég ætla þó að segja að margt af því sem Eygló hefur haft fram að færa
hefur verið mjög skilmerkilegt og oft á tíðum spennandi og þess virði
að leggja við hlustir.

Með kveðju,
Alma Jenný Guðmundsdóttir
Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hún hefði átt að vera búin að loka á þig fyrir löngu.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sigurgeir hafir þú lesið ofangreindar færslur Eyglóar - þá segir það mér heilmikið um þig.  Ég vona að Íslendingar almennt telju að alþingismenn hafi annað og betra að gera en að standa í slíkri vanvirðu gagnvart Alþingi sem hún gerði svo sannarlega í þeim færslum.

Að loka svo á athugasemdir vegna málefnalegrar gagnrýni eru ekki vinnubrögð sem alþingismenn eiga að temja sér.

Annað hvort opið fyrir athugasemdakerfi eða alveg lokað.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 11.3.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er kallað sem svo að þingmenn eigi að vera málsvarar fólksins. Eygló virðist vera að detta í þá gömlu gryfju að einangra sig frá fólkinu. Og það bara eftir hvað, 2, 3, 4 mánuði í starfi?

Toppiði það.

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 23:29

4 identicon

Takk Alma fyrir góðan utanIðnófund. Ég reyndi að senda skilaboð eftir annarri boðleið en ég held að það hafi klikkað.

Já, nú vantar fólk á þing eins og Ragnheiði Ólafsdóttur sem kom inn fyrir Guðjón Arnar um daginn. Sú kunni að segja þeim til syndanna. Þetta var kona sem talaði með rödd fólksins í landinu. Af viðbrögðum þingmanna var að sjá að þeim fyndist hún ekki kunna sig. Fólk er bara dauðleitt á þessu innantóma kjaftæði og þrasi þegar þeir ættu allir að leggjast á eitt og bjarga landinu.

Kolla (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:29

5 identicon

Takk Alma, fyrir spjallið  við  Iðnó.

Tek undir með Kollu,  Ragnheiður Ólafsdóttir frá Akranesi  " sló í gegn" á þingi og skammaði liðið ærlega. Veit samt ekki hvort það  hafi vit á að skammast sín! 

BirnaP (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:45

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Birna og Kolla - er með frábæra hugmynd.  Viljið þið skrifa mér á noaferdir@gmail.com

Takk sömuleiðis fyrir frábært spjall eftir magnaðan fund.  Langar á fund í kvöld þar sem Illugi Gunnarsson mun fjalla um efnahags-endurreisn Íslands.  Sá maður sat í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni sem plataði fólk til að fjárfesta og eyddi því öllu í ,,eitthvað".  Langar að mæta og leggja fyrir hann spurningar.  Viljið þið senda mér póst.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 12.3.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband