Bjarni Benediktsson stuðningsmaður þess að alþingismenn sitji í stjórn einkahlutafélaga!

Bjarni Benediktsson var spurður að því á Borgarafundi í Iðnó, í gærkvöld miðvikudagskvöld að hann sæji ekkert athugavert við það að alþingismenn sætu í stjórnum fyrirtækja, svo framarlega að ekki væri um að ræða stjórnir ríkisbanka!

Hann styður gjörninga eins og setu hans sjálfs í stjórn N1 fram að falli bankanna og setu Illuga Gunnarssonar í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni eins og frægt er orðið.

Svo ætla þessir menn að stýra endurreisn Íslands! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ég er sammála þér Alma um að slíkt gengur ekki. Þetta eru augljósir hagsmunaárekstrar, en þeir sem eru blygðunarlausir sjá það ábyggilega ekki.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 12.3.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Bjarni kallinn er nú bara eins og fleiri góðir og gegnir blámenn, hugsar og framkvæmir útfrá nærhagsmunagæslunni.

Pálmi Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er ekkert skrítið að þeir bláu eru á móti breytingu í þá veru í stjórnaskránni að þingmenn skuli ekki hafa aðra vinnu en þingmennskunna ,þeir hugsa fyrst um flokkinn svo um sjálfan sig svo kemur þjóðinn.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.3.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Maður hefði nú haldið að það væri lámarksvirðing við kjósendur sína að sinna þeim í fullu starfi. Þingmenn eru okkar þjónar og eiga ekki, alls ekki að að sitja í stjórnum neinna fyrirtækja.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband