24.3.2009 | 16:36
Kastljós viðheldur þöggun í samfélaginu - Er Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri í áskrift að laununum sínum?
Ritstjóri Kastljóss - fréttamiðils í eigu allra landsmanna - sér ekki ástæðu til þess að fjalla um málefni skýrslu um íslenska bankastarfsemi frá febr. 2008 og hefur ekki fengist birt fyrr en í gær.
Graf-alvarlegar upplýsingar koma þar fram.
Því var bindiskylda bankanna lækkuð eftir útkomu hennar og bankastjórar Seðlabanka Íslands voru með undir höndum?
Hvers vegna segir Geir Hilmar Haarde í gær að ekkert hefði verið hægt að gera, í febrúar á síðasta ári?
Hvers vegna fengu Landsbankamenn fullt leyfi til þess að halda áfram að markaðssetja Icesave og bæta við nýjum löndum í safnið?
Fulltrúi úr Markaðsdeild Landsbanka og eyjubloggari fer fram fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavík nú í komandi kosningum - eru þeir að skammast sín? Viljum við slíkt fólk?
Hvenær færði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar maður, fjármuni sína úr Kaupþingi yfir í einkahlutafélag? Jú í kjölfar vitneskju Árna Mathiesen, Geirs Hilmars Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um raunverulega stöðu bankanna?
Og Þorgerður fer stolt fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins!
Svei viðhlæjendum þeirra
Sögðu eitt - gerðu allt annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er með ólíkindum og fær vonandi marga til hugsa sig vel um áður en kosið verður. Spilling og siðleysi er samþykkt meðal sjálfstæðismanna.
Inga (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:47
Ég skora á þig að senda þetta til Þórhalls og spyrja hann þessara spurninga. Við verðum að halda fólki við efnið. Og Þorgerður Katrín???
Notaði hún vitneskju sína sem innherji og kom eigum í skjól?
Þórður Runólfsson, 24.3.2009 kl. 17:05
Það fer oft lítið fyrir rannsóknarblaðamennskunni hér á landi því miður. Gleymum ekki að Páll Magnússon er pólitísk ráðinn útvarpsstjóri og hann ræður aftur Þórhall!!!!
Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2009 kl. 02:39
Það fer um mig ískaldur hrollur. Þessu fólki virðist hafa staðið á sama um örlög lands og þjóðar.
Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.