Björn Ingi Hrafnsson, tekur undir orð DO þegar hann spyr hver hafi fjármagnað ,,Raddir fólksins", vegna grunsemda Davíðs Oddssonar um að þar hafi komið til torkennilegar hvatir - þar sem Raddir fólksins hafi aldrei farið að starfsstöðvum Baugs og fleiri útrásarvíkinga.
Björn Ingi Hrafnsson - þú sem fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra, átt að vita það að það er dómsvalds lýðræðis okkar að sjá um að hirða upp og hirta þá sem eru grunaðir eða sekir.
Ef hinn almenni borgari hefur leyfi frá fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem og fyrrum aðstoðarmanns forsætisráðherra til þess að ráðast að öðrum borgurum þessa lands, þá hefur lýðræðið aldrei verið í eins mikilli hættu. Þrátt fyrir algera fyrirlitningu örugglega allra þeirra sem stóðu vaktir á laugardögum á Austurvelli og þeirra sem mótmæltu með búsáhaldahávaða fyrir utan Þinghús í janúar, þá gerðu og gera þeir borgarar sér grein fyrir að það ber fyrst og síðast að þrýsta á stjórnvöld að þau geri eitthvað í málinu. Það þurfti þrautarstöður til þess að koma þeim skilaboðum til fyrrverandi ríkisstjórnar. Þeir virðast ekki enn hafa skilið það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.