31.3.2009 | 15:22
Viðbjóðurinn vellur upp úr!!!
Jæja hér koma fréttir af Björgólfunum! Viðbjóðurinn vellur upp úr!
Hér er á ferðinni dæmigerður skyr-vellingur - Björgólfur Thor og Björgólfur eldri helstu hugmyndasmiðir Frjálshyggjunar.
Kjartan Gunnarsson sem kosin var áfram í miðstjórn flokksins var aðstoðar-stjórnarformaður gamla Landsbanka.
Dæmi svo hver sem vill!
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessir Björgólfar og þeirra hyski skulu bara drulla sér burt og koma aldrei aftur
Karpi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:32
Já, satt segirðu. Það er sama hvar loki er lyft af aðgerðum þessara manna, alls staðar er mygla og/eða ýlda. En nú eru menn í óða önn að reyna að slíta á tengslin.
Gústaf Gústafsson, 31.3.2009 kl. 15:33
Eru þetta ekki nægilegar upplýsingar fyrir Evu Joly. Leyfi mér að vona það. Mig þyrstir í að heyra hringl í handjárnum.
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 15:46
Þessa menn þarf að handtaka og frysta eignir þeirra.
Meira og meira kemur í ljós um viðskiptasiðferði þessara manna.
Manni býður við þessu. Þeir eiga ekki að komast upp með þetta. Við erum nú komin með alvöru rannsóknardómara í það ... og síðar er verið að væla yfir laununum hennar ... hvað með þær upphæðir sem stolnar voru ... sem hún er að fara að rannsaka ... hundruðir milljarða...
Þvlíkt og annað eins.
ThoR-E, 31.3.2009 kl. 16:05
Sammála AceR: Þetta tal um laun Evu er hégómi. Trúlega eru þeir sem gagnrýna þetta með eitthvað óhreint í pokanum og óska ekki nærveru hennar.
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 16:25
Já það ti verið að einhverjir sem gagnrýna Evu séu með óhreint í pokahorninu. En núna eru líka kosningar og gúrkutíð hjá sumum.
Ólafur Þórðarson, 31.3.2009 kl. 16:32
Að sjálfsögðu þarf að taka til og það þarf að láta þá svara til ábyrgðar sem hana bera. Þar held ég að útrásarvíkingarnir og þeirra nótar beri hana þyngsta.
Við verðum samt að gæta þess að láta ekki hefnigirnina og refsigleðina verða til þess að menn (karlar og konur) séu dæmd sek áður en sekt þeirra er sönnuð. Við viljum, held ég, öll búa í réttarríki og við megum ekki ráðast að grunnstoðum þess.
Svo má nú þjóðin líka skammast sín fyrir það hvernig hún lét þegar stemma átti stigu við útþenslunni. Þá voru nú margir risu upp gegn ákæruvaldinu og töluðu um ljóta aðför að góðmenninu honum Jóhannesi og syni hans... án þess að ég sé að reyna að draga þá upp sem einhverja bófa.
Emil Örn Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.