Valhallar-villarnir vaða í vandræðum!

Valhallar-villarnir eru með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum dagsins.  Líkt og að BB ætli að ganga í fangið á manni þegar auglýsingin birtist.  Þar hvetja þeir landsmenn til þess að kjósa sig - þeir ætli að taka upp Evru - einhliða með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðins.

Í kvöldfréttum RÚV er viðtal við einn af yfirmönnum AGS og hann var hneykslaður - sagði engar forsendur til þess að AGS hefði þar nokkur áhrif.

Hann var þá spurður af hverju við gætum ekki farið sömu leið og AGS væri að ráðleggja austur-Evrópuríkjum sem eru í miklum vandræðum.

Svar AGS - hvaða vitleysa er þetta eiginlega.  Þau ríki eru í Evrópusambandinu en Íslendingar ekki.

Þá vitum við þetta um stærsta kosningaloforð Sjálfstæðismanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Landinn ætlar samt að kokgleypa þessi loforð XD! Erum við bjánar eða XD svona helv..... klárir að spila með landann?

Himmalingur, 20.4.2009 kl. 18:26

2 identicon

Alveg hárrétt hjá þér og alveg með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli leggjast svo lágt að bjóða uppá svona málflutning rétt fyrir kosningar. Þeir hljóta, jú, að vita betur!

Í fyrsta lagi hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekkert með þetta að gera; sjálfstæðismenn hafa ekki einu sinni rætt málið þar á bæ til að athuga hvort þeir geti miðlað málum. Hversu ábyrgt er það?

Í öðru lagi er þessi hugmynd frá AGS bundin við AÐILDARRÍKI ESB, sem ekki hafa tekið upp evru. Semsagt, hugmyndin sem slík er aðeins fyrir ríki, sem þegar eru gengin í ESB. En það vilja sjálfstæðismenn ekki og því er hugmyndin fáránleg frá þeim bænum!

Í þriðja lagi - og skiptir kannski mestu - þá hefur Evrópski seðlabankinn sjálfur hent þessari hugmynd í ruslið. Seðlabankastjórarnir sögðu einfaldlega, að þetta kæmi ekki til greina, því þannig yrði bara grafið undan evrunni sem gjaldmiðli. Og loks í kvöld kveikti einhver íslenskur fjölmiðill á þessu, í útvarpsféttum og Speglinum nú áðan sagði sendiherra ESB þetta tóma dellu og undir það tók Almunia efnahagsstjóri ESB.

Þarf frekari vitnanna við? - en ég spyr bara: hvað eru Illugi og Bjarni Ben að pæla...??

Spái því að heilsíðuauglýsingin með Bjarna birtist ekki aftur... enda stór þar öfugmælið: "Trúverðug leið..."!

Evreka (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband