20.4.2009 | 22:17
Fréttastofa Sjónvarps þegir vísvitandi um Evrumál Sjálfstæðisflokks og svör Evrópusambandsins við þeim!!!
Hér er avar alvarlegt mál á ferðinni.
Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki sagt orð um það í fréttum um að sú leið sem Sjálfstæðismenn auglýstu síðast í dag með heilsíðuauglýsingum um að Íslendingum bæri að taka upp Evru - einhliða en með fulltyngi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - hefði algerlega verið slegin af af Evrópusambandinu nú undir kvöld!
Hvað finnst þér um það?
Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki sagt orð um það í fréttum að á sama tíma og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn seldu REI til Geysir Green Energy bárust tilboð frá nokkrum erlendum aðilum um að kaupa þennan hlut fyrirháar upphæðir.
Fréttastofa Sjónvarps sagði heldur ekki frá þessu þótt Sjálfstæðismenn hefðu fengið 30 milljónir frá eigendum Geysis Green - þ.e. FL-Group - í styrk/mútur.
Er þetta ekki hámarkið á þögguninni.
Ég hvet alla - og ég segi alla til þess að senda inn kvörtunarbréf - email á fréttastjóra RÚV, Óðinn Jónsson.
Ef við ekki kvörtum yfir þessu núna þá halda þeir áfram að þegja um þessi hrikalegu stóru mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvað hefur þú fyrir þér í þessu
Jón Snæbjörnsson, 20.4.2009 kl. 22:43
Með því að horfa á fréttirfréttastofu Sjónvarps í kvöld kl. 19. Flóknara er það ekki.
Í öllum öðrum fjölmiðlum hefur verið tala um viðtal sem haft var við einn af forystumönnum Evrópusambandsins seinni partinn í dag!
Sveo einfalt er það!
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 02:10
Greiðum ekki afnotagjöldin. Þetta er ekki þjónusta.
Davíð Löve., 21.4.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.