Eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag, þarf ég aldrei framar að efast ! Bankarnir eru einungis umboðsaðilar fyrir fjármagn okkar ! Bara milliliður !

 

Það var stór dagur og stórt kvöld hjá mér nú 10. maí - eftir að hafa horft og hlýtt á viðtöl Egils við fræðimennina  Ann og Black.  Það sem er að gerast í hinum vestræna heimi þar sem allt er á niðurleið - öfugt við það sem er að gerast í Kína, er að bankastofnanir eru notaðar til að mergsjúga allt fjármagn sem til er og verður hjá hverri þjóð fyrir sig.

Það sem gerir þeim það kleift eru stjórnvöld hvers lands fyrir sig.

Þessi uppgötvun mín slær á hræðslu mína en gerir mér mjög einfaldara um vik að skilgreina skilyrðislausa stefnu mína í lífsmálunum.

 

Í dag segi ég við Íslendinga !  Við krefjumst þess nú tafarlaust að afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni okkar renni öll og alfarið í okkar vasa.

Minnka bankana og gera þá fyrst og síðast að þjónustustofnunum sem eru jú bara milli-liður eða umboðsaðili á fjármagni okkar.

Skattleggja vel meðan verið að að komast að með sem mestan jöfnuð.  Nenni ekki að hlusta á að þá missi fyrirtæki hvatann !  Hvaða helvítis rugl er þetta.  Hvati fyrirtækjanna er fyrst og síðast þörf okkar almennings til að hafa í okkur og á, og svo eftir sem efni leyfa - meiri þægindi - Sá hvati slokknar aldrei !  Og Fyrirtækin þrífast á honum, annars væri ekkert fjármagnsflæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband