23.5.2009 | 14:49
Ábyrgð sveitarstjórnarmanna að standa vörð um hagsmuni sinna sveitarfélaga ? Gera þeir það í Reykjanesbæ og víðar ?
Elliði Vignisson er eitthvað sjóndapur og ef til vill dapur á heyrn einnig ! Það er hlutverk sveitarstjórnarmanna að gæta hagsmuna sinna sveitarfélaga ?
Elliði Vignisson hvernig er það með meirihluta sveitarstjórna t.d. hjá Reykjanesbæ - 8 milljarðar í taprekstur ? Hverra hagsmunagæsla er það ? Akureyri með 5 milljarða króna tap - hverra hagsmunagæsla er það ? Reykjavík með himinháan taprekstur - hverra hagsmunagæsla er það ?
Af hverju eru sum bæjarfélög úti á landi algerlega kvótalaus ? Hverra hagsmuna var það ?
Elliði Vignisson þú ert ekki nógu klár !
Harma viðbrögð Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending. Ætli bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs Ísafjarðarkaupstaðar vilji taka á sig ábyrgðina á því að ónefndir útvegsmenn tældu í burt þúsundum tonna kvóta frá íbúum sveitafélagsins á sínum tíma. Og í framtíðinni þegar núverandi útvegsmenn á Ísafirði vilja hætta útgerð. Það er rétt hjá þér, hvorki Elliði né hitt sveitastjórnarfólkið er nógu klárt, eða blint vegna hagsmunagæslu fyrir útgerðamenn sína.
Bjarni Líndal Gestsson, 23.5.2009 kl. 15:38
ég veit ekki hver Elliði vignisson er...en ég held að þetta sé ekkia allt honum að kenna, mér finnst vanta jákvæðni og skemmtilegheit á þessa bloggsíðu, þitt fólk er jú komið í stjórn Alma....enda búið að leysa öll þessi mál sem ÍHALDIÐ setti okkur í.....Jóhanna Sigurðar er lýsandi dæmi um unga ísland...nýja ísland enda ekki búin að vera á þingi nema í 30 ár, verði ykkur að góðu.
Halldor (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 01:52
Halldór minn kæri - væri mér alveg að meinalausu þótt þú slepptir því að fara inn á þessa neikvæðu síðu en notaðir tímann í að læra stafsetningu.........
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.5.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.