Þessir ræfilsstjórnendur Mílu - hafa verið að auglýsa í sjónvarpi fyrir milljónir upp á síðkastið !

Hvarflar að manni hvort stjórnendur þessa fyrirtækis hafi ekki hundsvit á rekstri fyrirtækja.

Eyddu milljónum í langar og dýrar sjónvarpsauglýsingar - en ekki nokkur Íslendingur skyldi tilganginn - nema hann hafi verið sá að trufla uppbyggingu Vodafone á sendum o.fl. - þeirra eigið kerfi !

 

Held að Samkeppniseftirlit ætti að fara ofan í saumana á þessu fyrirtæki og rekstri þess.

Voru þeir að reyna að koma í veg fyrir samkeppni.

Vodafone hefur þurft að leiga alla fjarskiptaþjónustu af Mílu - þ.e. tengingum á símalínum o.fl.

Ef þú ert ekki kúnni hjá Símanum - þá bíður þú í viku til 10 daga eftir tengingu á síma heim í hús.


mbl.is 19 sagt upp hjá Mílu ehf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Skúlason

Mikið rétt hjá þér, held að stjórnendur þessa fyrirtækis hafi ekki verið með höfuðuð á réttum stað á síðustu árum.
Þetta fyrirtæki er afsprengi einkavæðingarinnar sem átti að bæta þjónustuna við landann, en staðreyndin er sú að þjónustan hefur aldrei verið verri og eins langt frá notendunum og núna.
Kveðja
Andrés
 

Andrés Skúlason, 11.10.2009 kl. 22:22

2 identicon

Er Míla að trufla uppbyggingu senda hjá Vodafone? 
Endilega útskýrðu þetta nánar.

Ef satt reynist þá er það stórfrétt og mesta furða að Vodafone væri ekki búið að kæra til Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppnisstofnunar.

Hans (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 23:29

3 identicon

Vodafone er ekki minna glæpafyrirtæki en Síminn þegar kemur að samkeppnismálum.  Bæði fyrirtækin hafa þvingað fjölda smærri fyrirtækja út af markaði með mafíustælum og gæti ég nefnt nöfn stjórnenda í báðum fyrirtækjum sem ætti að fangelsa.

Mílu á að þjóðnýta og vera áfram í eigu ríkisins, síðan á ríkið að yfirtaka bæði Vodafone og Símann, skipta þeim upp í smærri einingar, selja til minni rekstraraðila, banna samruna þeirra og skapa eðlilegt samkeppnisumhverfi.

talsmaður (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband