Sjálfstæðismenn - þið eruð þjóðníðingar!

Geir Hilmar Haarde sagði í viðtali í dag, eftir að skýrsla um erfiðleika íslenskra banka var gerð og kynnt honum sjálfum, Árna Mathiesen og Ingibjörgu SÓlrúnu Gísladóttur, að í febrúar hafi verið orðið of seint að bregðast við vanda íslensku bankanna.

Er maðurinn með einhverja ,,hömlun" eða er hann algerlega siðblindur!

Gat hann þá ekkert gert í því að Landsbankinn færði Icesafe-reikninga sína í Bretlandi yfir í dótturfélag sem væri skráð þar í landi?

Gat hann þá ekki látið setja stopp á áframhaldandi glæpastarfsemi vina hans hjá Landsbanka Íslands með því að setja á stofn Icesafe-reikninga í Hollandi, Þýskalandi, Belgíu

Hvað með fréttamenn þá sem tóku viðtöl við hann í dag?  Því spurðu þeir Geir blinda ekki um Icesafe og það fjárglæfraævintýri sem hann gaf vinum sínum grænt ljós á?

Ætla Sjálfstæðismenn svo með m.a. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem varaformann að segja okkur að þau skilji reiði okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

well maybe i should have,og það er satt svo langt sem það nær...

zappa (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi svitna þegar ég les þessa ádrepu frá þér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.3.2009 kl. 00:17

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hvað meinarðu Friðrik?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hafi Geir sagt þetta þá er hann að lýsa sig landráðamann því landráðalögin segja að hafi menn vitneskju um e-ð sem geti t.d. sett efnahag landsins á hausinn og kjósi að geta ekkert jafngildi það þátttöku í verknaðinum. Þessi orð Geirs eru því grafalvarleg og fá mann til að efast um tja - gáfnafar viðkomandi. Því miður en að aðhafast ekkert vitandi þetta er hreint brjálæði.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband